Hvar fæ ég svona hljóðdempunarsvampa? Vantar nú eki mikið er bara að pæla í að fá mér eitthvað til þess að hafa í U-i á bakvið hann svo hann pikki ekki upp svona rosalega mikil umhverfishljóð og maður fái hljóðið svolítið hreint inn en ekki með neinu noisei útaf umhverfishljóðum. Er nefninlega með hann inní sama herbergi og tölvan og það er eiginlega alveg vonlaust :( en neyðist til þess núna því ég hef bara ekki betri aðstöðu fyrir upptökurnar.
Svo í rauninni þarf þetta ekki að vera “alvöru” hljóðdemmparar ef útí það fer ef þið vitið um eitthvað annað sem virkar.
Er að skoða hérna epal.is og þarna fann ég nú eitthvað en er að spá hvort það sé ekki til einhverjir aðrir sem selja svona sem ég get bara farið til og fundið eitthvað sem hentar.
Cinemeccanica