Þ Þorgrímsson í ármúla 29, þetta er soldið dýrt en þú þarft sennilega ekki mjög mikið (kostar sennilega í kringum 3500 kall metrinn en það er metri sinnum 140 minnir mig, tveir metrar myndu örugglega nægja til að útbúa gott dempað svæði á vegginn bakvið söngvarann.
Ég er með heilann vegg klæddan með svona svampi plús hluta af öðrum vegg og þetta steindrepur allt hljóðendurkast í herberginu, er einmitt líka með tölvu í herberginu og ég heyri hana aldrei leka inn í upptökur hjá mér.
Fyrir utan það svæði sem er klætt með svona svampi þá er ég með teppi eða öllu heldur stórar mottur hangandi á veggjunum allan hringinn í upptökuherberginu mínu, ég keypti þær bara í Ikea og ég festi þær við breiða trélista þannig að þær hanga nokkra sentimetra frá veggjunum því þær dempa ekki eins vel ef þær eru fastar á veggnum sjálfum.
Kosturinn við svona herbergisdempun er sú að það sem kemur út úr mónitorunum mínum er nokkurnveginn nákvæmlega eins og upptökurnar koma til með að hljóma hjá mér, endurkastið var að rugla mig alveg bigtæm hér áður fyrr.
Annar kostur við þetta er sá að núna get ég tekið upp á aðeins meiri hljóðstyrk en ég gerði áður ef ég vil það, þetta er ekki hljóðeinangrandi sem slíkt en við það að drepa niður endurkastið er herbergið ekki að virka eins og stór magnari þeas að áður en ég gerði þetta var endurkastið frá tildæmis gítarmagnaranum mínum að valda því að græjurnar virtust miklu háværari en þær voru í raun og veru, ég keypti líka Auralex Gramma borð undir gítarmagnarann minn til að einangra hann frá gólfinu, ég hélt að ég væri kannski að ganga of langt í ruglinu þegar ég keypti það en ég heyri alveg mun, núna finnst mér hljómurinn frá gítarmagnaranum koma eingöngu frá hátalaranum frekar en að hljóðið leiði einhvernveginn niður í gólf og út í veggi/horn á herberginu.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.