Þá meina ég að ég þurfi ekki að raða upp ýmis MIDI köflum (þeas riffum úr Ezdrummer/Superior t.d.) til að fá að spila með því seinna, heldur er VI-ið að velja MIDI kafla að handahófi í beinni! Þetta mundi vera miklu skemmtilegra að geta sest niður og byrjað að jamma með tölvunni :)
En spurningin er hvort að þetta hefur eitthvern tíman verið útfært og hvort það sé hægt á almennilegan hátt. Það væri t.d. flott að geta látið hann ellta mig en ekki öfugt. Þá væri hægt að nota MIDI-In merki, t.d. fótpedal, til að senda til VI merki um að skipta eigi um tegund af trommukafla. Það gæti verið hægt að skipta yfir á nýjan verse kafla, eða yfir í nýjan fill/break, eða í nýjan bridge hluta o.s.fr (allt að handahófi en með flokkun á tegundir trommukafla). þannig að við séum að stjórna heilu lagi/session með MIDI in merkjum.
Þekkið þið eitthvert VI sem býður upp á svona hugmynd?
Bætt við 10. nóvember 2010 - 01:17
Þetta á að vera “Virtual Trommari sem jammar með þér”
Gear: ESP Eclipse I, Níðhöggur, Peavey Classic 50/212, Gretch Blackhawk EX, Roland HD-1. Logic Pro & Macbook Pro