Ég er að lenda í veseni með Rafmagns trommusett sem ég er að reyna að tengja inn í pro tools 8.
Græjur:
M-Audio Project mix I/O (svipar til digi 002 fyrir þá sem voru að spegúlera)
Pro Tools 8 M-Powered
Yamaha DTXpress 3
Ég er búinn að tengja út úr trommu settinu inn í Project mix með MIDI snúru (OUT plugin úr settinu, IN pluginn á Project mix svo það sé á hreinu). Búinn að stilla á midi aftan á trommuheilanum.
Ég bjó til midi rás og ég fæ signal inn á rásina, en það er allt mjög brenglað. Það er eins og Pro tools lesi ekki skilaboðin frá settinu rétt. Skilaboðin sem koma þegar ég spila eru ofast of fá og með röng lengdargildi. T.d nær pro tools ekki að lesa öll slögin ef ég spila eitthvað hratt.
Ég er búinn að fara í MIDI Studio Setup og reyna finna eitthvað sem virkar fyrir settið eins og t.d yamaha dd-50 og roland td-5, en það virðist ekki hafa nein áhrif. Þetta tiltekna sett er ekki til inn í MIDI Studio Setup.
Ég er bara að reyna að fá midi skilaboðin út úr settinu, mig vantar ekki hljóðin úr heilanum svo að ég er ekki að senda til baka út úr mixernum.
Er einhver heili hérna sem hefur hugmynd um hvernig er hægt að redda þessu?