Er að taka til í stúdíóinu hjá mér. Þar eru nokkrir gæðagripir sem ég nota lítið sem ekki neitt og þ.a.l. er um að gera að tékka hvort það sé einhver sem vanti eða langi í eitthvað af þessu dóti. Er búinn að kynna mér markaðsverð og er að setja sanngjörn verð á þetta þannig að prútti eða undirboðum verður ekki svarað né sinnt. Áhugasamir ekki hika við að senda á mig PM.
Hér hefst svo lesningin…
M-Audio Project Mix I/O
Þessi græja, Project Mix I/O , umbylti heimastúdíósögunni þegar hún var kynnt til leiks fyrir 4 árum síðan. Um er að ræða 8 rása AD/DA converter, 8 rása míkrófónformagnara og fullkomna stýristöð / mixer með rafstýrðum fader-um. Græjan er tveggja ára gömul og ég hef notað þetta með Logic með góðum árangri. Græjan er í alla staði í toppstandi og eðalgripur. Ég er búinn að öppgreida mig í talsvert dýrari búnað en samanburðurinn er furðu lítill. Þetta er hin fullkomna lausn í heimastúdíóið eða í lítið project stúdíó.
Frekari upplz. má finna hér:
http://www.m-audio.com/products/en_us/ProjectMixIO.html
Og videó um gripinn má skoða hér.
http://www.gearwire.com/media/m-audio-projectmix-i-o.mov
Set 135 þúsund á þetta.
M-audio Trigger finger
Snjöll græja sem nýtist bæði í live spilamennsku sem og í stúdíóbrjálæði. Multi functional MIDI stýrill sem brúkast sérlega vel við það að triggera sömpl og lúppur í real time.
Hér er kynningarmyndband um gripinn:
http://www.youtube.com/watch?v=y4wMo5xu828
Hér má lesa hvað Sandeep Kumar (hver svo sem í helvítinu það er) hefur um málið að segja.
http://www.audiomidi.com/content/reviews/kumar_triggerfinger.aspx
Og hér er mynd af þessarri elsku
http://etechdocs.com/tutorials/triggerfinger/images/trigger_finger_callouts.jpg
Verð 20 þúsund
Washburn USA MG120 gítar
Fallegur og frábær rafmagnsgítar hlaðinn öllu því flottasta og fínasta. Smíðaður í Chicago af gítarsmiðnum Grover Washington, sem gekk til liðs við Washburn snemma á tíunda áratuginum og leiddi áfram MG línuna sem hugsuð var sem svar Washburn til höfuðs háklassagíturum ss. Tom Anderson, Suhr o.s.frv. án þess að eiga erindi sem erfiði.
http://forums.washburn.com/topic.asp?TOPIC_ID=16276
Sjá mynd sem merkt er MG120. Gítarinn minn er nákvæmlega eins og sá sem er á þeirri mynd, sami litur og sama samsetning.
Seymour Duncan JB humbucker við brúnna og Seymour Duncan ´59 humbucker uppi við háls. Wilkinsson tremolosystem og Schaller. læstar stilliskrúfur.
Þessi gítar hentar fyrir alla tónlistarstíla og mun verða þeim sem hreppir hann til mikillar gleði. Er búinn að eiga hann í 5 ár og hef núna ákveðið að leyfa honum að gleðja einhvern annan þar sem mig vantar cash til annarra tækjakaupa.
Verð: 80 þúsund.
Gretsch Rancher - Jumbo Flattop Cutaway - Kassagítar
Gretsch Rancher kassagítararnir eru hluti af sögunni. Voru fyrst kynntir til leiks í kringum 1950 og hafa komið fram á ófáum plötum í gegnum tíðina, þó fyrst og fremst í kántrí og blúsgeiranum. Þetta eru kassagítarar með stóran og bjartan, einkennandi hljóm. Sá sem ég er að selja er EKKI made in USA en er engu að síður mikill gæðagripur. Keypti hann fyrir nokkrum árum síðan og hef notað hann umtalsvert við upptökur. Hann er með cutaway og svo með Fishman Prefix pickupp/preamp systemi. Það sér lítið á honum og með fylgir góð taska. Þetta eru ekki mjög algengir gítarar og ég hef ekki séð fleiri svona hér á landi þó svo að það geti vel verið að fleiri séu til .
Hann er í eins og þessi á myndinni hér.
http://gretschguitars.com/gear/index.php?product=G5022C&cat1=&cat2=&q=&st=1
Verð: 90 þúsund
Musicom Lab - Pedala / Magnara / Midi switcher.
Fáránlega nett græja sem verður aðaltækið á pedalaborðinu þínu. 8 loop til að tengja pedala inn í. Hægt er að prógrammera effektakeðjur út frá pedulunum en einnig er hægt að nota þetta sem hefðbundna switch græju. Í græjunni eru 2x relay sem nýtast til að skipta um rásir á mögnurum og svo er þetta midi stýrill í þokkabót sem getur stjórnað midi tækjum.
Líklega flottasta pedala / switch græja sem framleidd er í heiminum. Og svo er þetta alls ekki plássfrekt tæki.
Handsmíðað í Suður Kóreu af gaur sem heitir Kim og tekur starfið sitt alvarlega.
Nánar um gripinn má sjá hér.
http://www.musicomlab.co.kr/efxmkii.htm#
Verð: 120 þúsund
Fulltone Choral/Flange.
Frábær pedali sem ekki er lengur framleiddur. Þetta verður safngripur einhvern daginn.
Nánar um gripinn má sjá hér.
http://www.stevesmusiccenter.com/FulltoneChoralFlange.html
Verð: 28 þúsund
MXR Stereo Chorus
Sumir vilja meina að þetta sé besti Chorus pedalinn sem fáanlegur er.
Allt um hann má lesa hér.
http://www.jimdunlop.com/index.php?page=products/pip&id=254
Verð: 22 þúsund
Fender Fuzz / Wah
Flottur stálhlunkur sem urrar og vælir.
http://www.fender.com/products/search.php?partno=0234500003
Verð: 15 þúsund
Line 6 Filter modeller
Geðveik græja sem býður ótrúlega möguleika. Ég hélt ég ætlaði að verða einhver effektakuklari en svo varð ekkert úr því og þess vegna safnar þetta grey ryki hjá mér.
http://line6.com/products/detail/33/
40 þúsund
EHX POG2
Sama og ekkert notaður snilldarpedali. Sem gegnir öllum hefðbundnum octave fúnksjónum. 2 upp og 2 niður. En hann getur einnig breytt gítarnum þínum í kirkjuorgel ef það er það sem þig þyrstir í.
http://www.ehx.com/products/pog2
Verð: 50 þúsund
Road Ready RRGP32 pedalaborð / flightcase.
Risastórt og skemmtilega hannað pedalaborð sem býður ótal mismunandi uppraðanir á pedölum.
http://store.roadreadycases.com/dyn_prod.php?p=RRGP32&k=309929
Verð: 25 þúsund
Road Ready RR4UADS 4 space, shock proof rack
4 speisa Flight case sem verndar græjurnar þínar.
http://store.roadreadycases.com/dyn_prod.php?p=RR4UADS&k=154305
Verð: 30 þúsund
We´re gonna play a song. If it sucks it´s jazz - if it´s good, we got lucky! - Stevie Salas