Hmm… ég þekki Profire kortið ekki alveg nógu vel, en er sami útgangur fyrir Mónitor útganginn og headphone útganginn (altsvo, er þetta bæði á “Output 1-2” af kortinu)
Ertu búinn að prufa að tengja mónitorana í önnur output á kortinu (t.d. 3-4 en ekki 1-2)
Er hljóðkortið Bus powered (fær rafmagn gegnum Firewire snúruna) eða ertu að nota straumbreyti, og ef þú ert að nota straumbreyti, býður það uppá að vera bus powered, og er vandamálið það sama í báðum tilvikum.
Ef að þú ert með það á straumbreyti, fer hljóðið ef að þú aftengir firewire snúruna (altsvo slekkur á kortinu, aftengir firewire snúruna og kveikir aftur) og ert í rauninni bara með kviekt á því, en ekki tengt í tölvu.
Firewire kortið sem þú keyptir í tölvuna, var það bara það fyrsta sem þú fannt ? Ég hef eitthvað lesið um það að chipset (rauninni íhlutirnir sem notaðir eru í kortin) í sum firewire kort séu að virka eitthvað illa með ýmsum hljóðkortum. gætir kanski fengið nánari upplýsingar um það einhverstaðar undir Support á M-Audio síðunni, og svo er alveg spurning hvort það sé eitthvað forum á m-audio síðunni sem þú gætir reynt að skoða, og athuga hvort einhver þar hafi verið að lenda í svipuðum vandræðum.
Bætt við 11. ágúst 2010 - 00:01
já vá, hef greinilega eitthvað mislesið, og mér fannst eins og hljóðkortið væri nýji hluturinn hjá þér.
En það gildir svosem ýmislegt af því sem ég sagði, en fyrst ný tölva er vandamálið dettur mér einna helst í hug eitthvað bögg með Chipsettið í firewire kortinu.
Ef þú nennir að dunda þér, gætiru prufað að setja þetta firewire kort í gömlu tölvuna þína (sem ég geri ráð fyrir að þú eigir) og athuga hvort þetta hagar sér eins.
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF
Gamla tölvan krassaði og móðurborðið bilaði minnir mig,
en já þetta gæti verið firewire kortið, þyrfti að prufa að setja það í aðra tölvu og gá hvort hljóðkortið lætur eins.
ég var með þetta firewire kort samt í hinni tölvunni líka, þar virkaði það eðlilega.
en ég ætla að prufa þetta sem þú ráðlagðir mér, takk fyrir mjög góð svör :)
Bætt við 11. ágúst 2010 - 18:35
er búinn að prufa að skipta yfir í annað output og líka að powera það í gegnum firewire, það breytir engu, þetta suð er enn til staðar, ansans..
0