Daginn.

Ég er með tvo Behringer mixera (Eurorack UB2442FX-Pro og Xenyx 1002) og langar að fara að nota þá, sérstaklega þann fyrri.
Það sem ég vil nota mixerana í eru hljómsveitaræfingar og lítil gigg.
Ég keypti báða mixerana notaða og það eina sem ég fékk með voru 16 langar snúrur með jack endum báðum megin (veit ekkert í hvað ég á að nota þær).


- Hvernig hátalarar/monitorar fara með þessu ? (skil t.d. ekki þetta með wattafjölda, hversu öfluga hátalara ræður mixerinn við eða eitthvað þannig).
- Hvaða snúrur þarf ég til að hafa 2-4 monitora/hátalara og hvernig á ég að tengja þá?

Fullkomið svar væri eitthvað í þessa áttina: “þú þarft x margar af svona snúrum til að tengja monitorana og þú tengir í þessi output á mixernum.”


Linkar á mixerana:
Eurorack UB2442FX-Pro
Xenyx 1002

Öll hjálp mjög vel þegin.