Hef til sölu alveg magnaðan mjög traustan DJ mixer. Vestax PCM25 er 19" rackmount mixer sem tekur 2 U bil. Ég retrófittaði hann með NY style rotary house faderum og upprunalegu sleðarnir fylgja með. Þetta er straight audio mixer en ég notaði hann með tvöföldu hljóðkorti sem ég get látið fylgja með. Þannig getur hann virkað fyrir lengra komna.
Kill switcharnir eru rosalega smooth mini faderar fyrir high, mid og low. Síðan er eq-ið líka isolator sem fer alveg í núllið. Mjög skemmtilegir möguleikar til að búa til alveg organic mix.
Ég set á hann 40þ en bara rotary faderarnir kosta í dag næstum 30 þúsund.
Er meira en til í að skoða skipti á ýmsum hlutum, hljóðdóti, veiðidóti, verkfærum eða einhverju tölvutengdu.