Þegar ég fór að grúska fyrst í hljóðvinnslu og upptökum fyrir 5 árum síðan þá var svona sá “byrjendapakki” sem ég keypti mér var Mbox 2, með Mboxinu fylgdi Pro Tools LE forritið og þá svona fóru hjólin að snúast. Ég fór að fikra mig áfram að taka upp tónlistina mína. Ég spila á hljómborð svo ég hef alltaf bara tekið upp tónlistina með midi möguleikanum. Fyrsti micinn minn var einhver vivanco mic sem var algjör argasta drusla sem ég keypt í elko á held ég 3 þúsund kall. Það var bara vonlaust að reyna að taka upp með honum.
Svo keypti ég með Shure SM7b mic sem var miklu betri mic og þá fór ég að taka upp líka söng og svoleiðis og bara í svefnherberginu heima hjá mér þar sem ég var með tölvuna.
Ég notaði Mboxið bara í það að læra á upptökuheiminn, kynnast pro tools og öllum mögnuðu fídusunum í því forrit.
Í dag er ég farinn að gera auglýsingar fyrir útvarp og voiceover fyrir sjónvarpsauglýsingar, það er líka allt saman tekið upp heima í svefnherberginu góða :)
Í daglega vinnslu nota ég eftirfarandi græjur:
Lexicon Omega Studio upptökuhljóðkort
Linkur:
http://www.musicthingz.com/images/Lexicon%20Omega%20Desktop%20Recording%20Studio.jpgNeuman TLM 103 hljóðnemi
Linkur:
http://www.officialpsds.com/images/thumbs/Neumann-TLM-103-Microphone-psd24089.pngdbx 286A hljóðnemaformagnari
Linkur:
http://www.madmanaudio.com/images/madmanaudio%20dbx%20286A.jpgForritið sem mér hefur fundist þæginlegast að taka upp í og producera hljóðið fyrir auglýsingarnar í útvarpi og sjónvarpi er Adobe Audition 3
Linkur:
http://i8.tinypic.com/6jamudc.pngFyrst þú ert nýr í þessu þá ertu eflaust að spyrja þig… Hvað er hljóðnemaformagnari?
Hljóðnemaformagnari, preamp eða channel strip eins og svona tæki er oftast kallað er notað til þess að fá sem flottast hljóð úr micnum.
Ég tengi micsnúru í hljóðnemann minn, þessa snúru tengi ég svo í hljóðnemaformagnarann stilli þar og græja og gera flott sound á micinn. Úr formagnaranum liggur svo leiðin í Lexicon Omega studio græjuna.
Soundið í öllum micum er alltaf oftast bara mjög fínt og ég tala nú ekki um í Neuman TLM 103 en þessi græja dbx 286A gerir hljóðið miklu meira djúsí úr micnum og meira “auglýsingalegt”
Cubase væri sennilega rétta forritið fyrir þig ef þú ert að hugsa um að búa til tónlist. Ég mæli með Lexicon Omega Studio græjunni. Hún fæst í hljóð x á grensásvegi. Kostar einhvern 40 þúsund kall.
Vona að þetta hafi svarað einhverju ;)
Bætt við 7. júní 2010 - 04:20 Svo skiptir máli að vera með rétta headphone-inn á hausnum. Ég nota Sennheiser HD25:
http://www.creativevideo.co.uk/public/product_images/altimage/06%2007%202006sennheiser_hd-25.jpg