þetta var einfallt passive summing network. 5 stereo rásir og ein þeirra með on/off tökkum. Pælingin var að keyra 8 rásir í gegnum summingboxið og aðrar 8 í gegnum lítinn mixer og geta síðan hleypt því inn í summing boxið þegar að þannig lá á mér.
Þar sem að boxið er passive þá þarf það ekki rafmagn sem gerir smíðina einfalda en á móti kemur þá vantar make up gain á masterinn. Þá hefur maður valmöguleika á að velja einhvern góðan mic preamp fyrir make up gain.
Smíðin var smá tilraun, ég keypti ódýrasta boxið sem að ég fann og var heildar kostnaður 5 þ krónur íslenskar :) hér er grunn teikningin.
http://www.forsselltech.com/8chsum_2.pdfBætt við 8. júní 2010 - 12:33 ég gerði balanced útgáfuna.