Ég tek undir þetta hjá þér, það þarf ekki rándýrann condenser til að ná góðum upptökum, það væri reyndar eitthvað skrýtið ef hálfrarmilljónkrónu Neumann hljómaði ekki betur en tuttuguþúsundkrónu Behringer B2 en það er samt sem áður hægt að ná alveg helvíti góðri upptöku með behringer condensernum, ég tók upp söng á 2 plötur með Behringer B2 pro hljóðnema tengdum í Behringer V-Amp2 gítarmagnarahermi stilltann á eitthvað sem átti að líkja eftir hreinum lampamagnara og það hljómaði eiginlega alveg fáránlega vel, ég hef hingaðtil ekki náð jafngóðum vókalupptökum með dýnamískum mækum eins og shure 57 eða 58.
Ég keypti mér seinna sE Electronics Gemini lampacondenser og hann hljómar töluvert betur en Behringergræjan en aðalástæðan fyrir því að ég færði mig upp í dýrari condenser var ekki sú að hinn hljómaði eitthvað
illa heldur miklu frekar að hann var orðinn ansi illa farinn og átti það til að detta út í sambandsleysi og skruðninga í miðjum upptökum.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.