Ég hef mest megnis bara verið að leika mér í upptökum á tónlist og þá nánast eingöngu bara verið að gera það gegnum midi og eitthvað tölvutengt.. Hef lítið þurft að nota mica nema bara í söng.
En nú er að svo komið að mér er farið að langa til þess að bralla meira og gera. Taka upp útvarpsauglýsingar og fleira (hef verið að gera það í hjáverkum en nú er kominn tími á að gera þetta af alvöru.
Ég nota alltaf Neuman TLM 103 í alla mic upptöku núorðið. Geðveikur micur en málið er að þetta soundar svo ógeðslega mikið að það heyrist alltaf smá í tölvunni inní herberginu þó það sé ekki mikið en smá viftuhljóð.
Þannig ég er að spá í því að færa tölvuna fram í næsta herbergi og hafa bara skjáinna hér og micana til þess að fá algjöra þögn.
En hvar fæ ég kapla og svoleiðis sem eru svona langir, er með tvo skjái og þarf þá væntanlega tvær langar skjásnúrur, svo þarf ég eina langa usb snúru (fyrir usb hubb sem ég plögga í líka lyklaborði og mús og utanáliggjandi upptökuhljóðkorti.
Þannig já þið skiljið pælingarnar, hvar fæ ég svona langar snúrur í svona föndur. Þetta er ekki mjög löng vegalengd, 10-12 metrar eftir veggjum.
Einhverjar hugmyndir hvert maður ætti að fara, verð að losna við tölvuna útúr herberginu
gengur ekki lengur svona ef ég ætla að fara útí auglýsingagerðina af fullri alvöru.
Reyndar maður er að heyra auglýsingarnar sýnar on air í útvarpi hér og þar þá heyrir maður ekkert í tölvunni vegna tónlitar og fleiri sounda sem eru á lestrinum hjá manni en ég vill að þetta sé fullkomið :)
Cinemeccanica