ableton lite er alveg glatað, það leyfir þér ekki að nota neitt af effektum að ráði eða software hljóðfærum, meirihlutinn af því sem ég tek upp er audio (gítarar, bassar, hljómborð og vókalar) og ég er að nota hugbúnað frá hinum og þessum sem vst með ableton live (moog og prophet5 softsyntha, albino, trigogy ofl)
Ég er með Live8 Suite sem er með helling af misgóðum softwarehljóðfærum og vstum, sum þeirra eru alveg brilliant og sum algjört sorp og ég get svosem ekki kommentað á user interfaceið hjá ableton, þetta er það sem ég vandist að nota og hef verið að nota í örugglega 6 ár núna, ég hef prófað nokkur önnur svona vinnuumhverfi og mér hefur fundist þau flest hefta soldið flæðið á lagavinnslu með oft óþarflega flóknum interfaceum.
En allavega veit ég að margir nota ableton sem plugin við protools svona sem mótvægi við það vinnuumhverfi, það eru skilst mér fullt af hlutum sem er auðveldara að gera í Ableton heldur en í protools og örugglega öfugt líka.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.