Ég er á leiðinni á túr á föstudaginn og Mboxið mitt er ekki að fíla nýja Mac stýrikerfið og krassar oft, en ég er nýbúinn að uppfæra í Snow Leopard. Ég nota tölvu og hljóðkort á tónleikum því mikilvægt að þetta sé í lagi.

Ég óska því eftir einhverjum sem getur lánað mér annað (öðruvísi) hljóðkort á túrinn. Ég get lánað Mboxið á móti (það virkar fínt ef þú ert ekki með Snow Leopard - og ætti reyndar að virka fínt hjá lang flestum með Snow Leopard líka), og jafnvel borgað eitthvað fyrir lánið. Og svo fær hljóðkortið þitt að ferðast alla leið til Kína!

Eina sem hljóðkortið þarf að hafa er:
-4 input (jack eða xlr - skiptir ekki máli)
-amk 4 Output - helst fleiri, en ég get reddað mér með 4.
-helst tengt með firewire frekar en USB. Er að nota öll usb tengin á tölvunni, og hljóðkort fíla ekki USB fjöltengi sérlega vel…
- Mac compatible!


Ég fer á föstudaginn, svo erindið er ansi brýnt! Ég vil helst ekki þurfa að kaupa mér nýtt hljóðkort þar sem þetta mun eflaust lagast um leið og það kemur updeit á driverana…
Ég kem svo heim 7. apríl - svo þetta er tvær og hálf vika sem mér vantar þetta í.

Öll aðstoð eða ábendingar vel þegnar!

- Óli
s. 8601946
oliarnalds (hjá) gmail (punktur) com