Annaðhvort að setja hvern mónitor á einn aux, en ef þú ert bara með 2 Aux rásir, eða bara tvær kraftrásir fyrir mónitorana (og ert með passíva mónitora) þá tengiru bara á milli tveggja og hefur hinn stakann.
Fer líka rosalega eftir hvað þú ert að mixa, oft er líka ekkert að því að vera bara með það sama í öllum mónitorum, sérstaklega ef um lítið svið er að ræða, þá þarf oftast bara söng.
Finnst margar hljómsveitir þurfa að læra aðeins á mónitorkerfi, sérstaklega ef verið er að tala um mörg bönd per kvöld (þeas. þegar við erum ekki að tala um að það sé splittað mónitorkerfi með Digital mixer og hvert band fær savað preset eftir soundtékk o.s.frv)
Hljómsveitir þurfa oft sjálfar að bera ábyrgð á því hvað þær heyra í mónitorum. T.d. gítarleikarinn sem að beinir magnararnum að rassgatinu á sér og biður svo um “meiri mig” í mónitor.. Þá er bara spurning að hækka magnarann hjá honum þannig að hann sé nær eyrnahæð.
Ef að ekki þarf að keyra “FOH” (Front of House) gegnum magnarana þá hjálpar oft að hafa gítarmagnaran á hlið, og beina inná sviðið sjálft (en ekki útí sal), þá geta gítarleikararnir oftast tunað sig nokkuð saman, þannig að þeir heyri passlega í sjálfum sér, og aðeins í hinum (oft er þetta líka spurning um að prufa að færa sig til á sviðinu, það getur munað rosalegu hvað þú heyrir ef maður færir sig 1-2 metra).
Ég hef líka oft lent í því (aðalega þegar ég hef verið að spila með tónlistarskólanum) að ég hef þurft að standa of nálægt bassamagnaranum (sem hefur oftast verið annaðhvort á gólfinum, eða uppi á stól) að ég hef ekki heyrt í honum, en ekki mátt hækka vegna þess að þá er of mikið úti í sal, þetta er aftur spurning um að hækka magnarann eða færa mig aðeins lengra frá honum.
Ef að allir biðja um “meira allt” í mónitora verður maður bara með sama vonda soundið uppi á sviði, nema bara meiri hávaða (og þá þegar söngvarinn fer að biðja um meiri sig í mónitor þá er allt orðið mjög hátt og fer að feedbacka í drasl)
Þægilegasta beiðni um mónitormix sem ég hef fengið var einmitt frá reyndustu hljómsveitinni sem hefur spilað hjá mér. (Dimma), þá var bara “Ekkert nema söng og playback í mónitor”, Ingó stillti þá bara magnararnum upp þannig að hann beindi ca inn á mitt sviðið, og eins færði Silli bassamagnarann það aftarlega að hann var að dreyfa þokkalega yfir allt sviðið.
Reyndar voru þeir að spila með Playback og trommarinn með playback og taktmæli í Eyranu, svo þeir gátu kanski fylgt því meira en að vera háðir hvor öðrum.
Annars eru vel æfðar hljómsveitir líka þannig að þær eiga að geta spilað allt lagið í gegn án nokkurs vesen án þess að heyra rassgat (nema bara í trommum til að fylgja taktinum)
En já, gangi þér annars vel að mixa :P Ætlaði nú ekki að missa mig alveg í einhverja svaka ritgerð, en það er kanski orðið of seint :P
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF