Nú er ég búin að eiga Apogee Duet í rúmt ár og hann hefur reynst mér ótrúlega vel. Breakout-snúran bilaði fyrir rúmum mánuði. Ég hafði spáð því að það myndi gerast. Ég ætla að fá aðra í staðinn meðan græjan er í ábyrgð en ég er að hugsa að fá mér svona Duet breakout box. Ég treysti því betur en snúrunni sem fylgir.

http://www.duetbreakout.com/

Hvað er betri kostur fyrir Apogee Duet-inn minn. Á ég að kaupa breakout box með venjulegum I/O eða Balanced I/O? Hver er eiginlega munurinn? Balanced I/O er alveg helmingi dýrara? Hvernig gagnast það mér að vera með balanced I/O?

Apogee lengi lifi (:
On the verge of spontaneous combustion, woe is me