Ja, það fer eftir því hvað þú ætlar að gera ;)
Mastering er alls ekki bara að skella á einhverju plugini og kalla það gott.
Það síðasta sem ég gerði þá notaði ég Stillwell Major Tom sem Paralell compressor, Multiband Compressorinn úr Logic fyrir multiband processing og Flux Solera II sem clipper til að keyra volumið upp.
Hinsvegar er ég búinn að vera að lesa hina fyrirtaks bók “Mastering Audio” eftir Bob Katz. Alltof oft sem að fólk masterar án þess að það virkilega “þurfi”, það masterar bara til að mastera, og oft verður það þá þannig að ef að maður masterar, og A/B-ar svo Masterinn við ómasterið (og jafnar gainið á þeim) þá hljómar masterinn bara eins og skítur, en vegna Fletcher-Munson kúrvunnar (sem að útskýrir að tíðnisvið eyrnanna er þannig að okkur finnst það sem er hærra oftast hljóma betur) er fólk oft að keyra upp masterið bara til að hækka það, en án þess að vera í raun eitthvað að bæta hljóminn. Þetta ætti miklu frekar að kalla “loudening”.
Vill maður ekki frekar að það sem að maður geri hljómi betur, svo hækkar maður bara styrkinn í hátölurunum/headphonunum ef að maður vill að þetta hljómi hærra.
Margir vilja nota rökin að maður verði að keyra þetta, annars hljómar þetta of lágt t.d. í útvarpi. En útvarpsstöðvar eru sjálfar að keyra útsendinguna gegnum ýmsa processora, til þess að einmitt jafna hljóðstyrkinn.
Bob Katz talar um kerfi tengd ID3 data sem gæti verið hægt að nota til þess að enda þetta “loudness war”, en því miður er viljinn bara ekki nægur, man ekki nákvæmlega nógu mikið hvernig það virkaði til þess að lýsa því með smáatriðum, en það snerist basicly um að upplýsingar um “hávaða” eru geymdar í ID3 tögum laganna sem að segir hverju mikið á að gaina lögin upp eða niður til að öll lögin hljómi svipað hátt.
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF