Þú hefur nokkra möguleika í að byggja þér upp heimastúdíó.
Í fyrsta lagi þurfum við að pæla í hversu margar rásir þú vilt fá inn á tölvuna þína. Þar sem þú ætlar að taka upp trommur þarftu varla fleirri en átta. Hinsvegar áttu mixer og getur þá sparað og fengið þér tvær (útskýri betur seinna).
1. Fyrst hefuru val um hljóðvinnsluforrit
- Cubasis
- Pro Tools
- Logic (eingöngu mac)
- Reaper
- og fl.
- Flest forritin kosta en hægt er að fá lánaðar útgáfur á netinu.
2. Síðan er spurning hvernig þú vilt fá hljóðið inn í tölvuna
2a. 8 rásir inn í tölvuna.
- Þá tengiru hvert hljóðfæri/hljóðnema inn í hljóðkortið sjálft
- Þá þarftu hljóðkort með 8 rásir inn:
a. digidesign Digi003 - 250,00 - 420,000 kr
http://hljodfaerahusid.is/is/mos/viewProductGroup/26/
(virkar bara með ProTools HD (sem kostar líka shitmikið))
b. Presonus Firestudio/Firestudio Project - 99,000 / 139,000
http://hljodfaerahusid.is/is/mos/3429/.
http://hljodfaerahusid.is/is/mos/3430/
(virkar með öllu nema ProTools)
c. M-Audio ProjectMix I/O - 229,900 kr.
http://hljodfaerahusid.is/is/mos/1292/
Virkar með öllu og líka ProTools M-Powered
d. ART Tube Pre w/Firewire+Cubase - 89,900 kr.
http://hljodfaerahusid.is/is/mos/3080/
(virkar með öllu nema ProTools (og Cubasis fylgir með)
e. M-Audio Fast Track Ultra 8R - 89,900
http://hljodfaerahusid.is/is/mos/2894/
Virkar með öllu og líka ProTools M-Powered
2b. 2 rásir inn í tölvu.
- Þá þarftu að nota mixerinn. Tengir hljóðfærin í mixerinn
og tekur síðan stereo out (Left og Right) frá mixernum yfir í sitthvort tengið í tölvunni.
- Þessi leið er ódýrari en ekki jafn auðvelt að vinna með hljóðið eftir á.
- Þarft græjur eins og: (sry þarf að fara í vinnu og set bara tengla) verð frá: 24,990 - 89,990
http://hljodfaerahusid.is/is/mos/2892/
http://hljodfaerahusid.is/is/mos/3407/
http://hljodfaerahusid.is/is/mos/2024/
http://hljodfaerahusid.is/is/mos/3631/
http://hljodfaerahusid.is/is/mos/1023/
http://hljodfaerahusid.is/is/mos/3419/
http://hljodfaerahusid.is/is/mos/3129/
http://hljodfaerahusid.is/is/mos/3435/
http://hljodfaerahusid.is/is/mos/4147/
Þessar græjur eiga allar að virka með öllum forritum nema ProTools.
Einungis Mbox virkar með ProTools LE (ásamt öllum hinum)
Einungis M-Audio virkar með ProTools M-powered (ásamt öllum hinum)
Svo ég hætti að skrifa og reyna að stytta þetta:
Ódýrari leiðin: (Mixar allt fyrir upptöku á Mixer)
Tölva <— Hljóðkort (a.m.k tvö input) <— Mixer <— Hljóðfæri
Dýrari leiðin: (Mixar allt eftir á í tölvu)
Tölva <— Hljóðkort <— Hljóðfæri
Síðan geturu annaðhvort tekið upp eitt hljóðfæri í einu og þá mæli ég frekar með ódýrari leiðinni (þá eru trommurnar eina hljóðfærið sem er mixað fyrir).
En ef þú vilt taka alla upp í einu þá er mixer eina leiðin (nema þú bætir við þig aukalega).
Síðan geturu líka ef þú ferð dýrari leiðina, sett Trommurnar í mixerinn (og frá mixer í hljóðkort (2 rásir)), Gítar og Bassa í hljóðkortið ásamt söng og öllu því sem þú þarft.
núna er ég búinn að tala allt of mikið, endilega leiðréttið mig ef þörf er á.