*Vona að ég sé að setja þetta á réttan stað.
Góðan dag. Ég hef verið að nota forrit sem vinna með stafræna tónlist á borð við Fl Studio 7 og 8, Audacity o.fl. Lengi vel hef ég reynt að gera tónlist þar sem að píanóið fær að njóta sín en ekki fyrr en nú hef ég gert eitthvað sem ég tel uppfylla þau skilyrði mun betur. Hins vegar þar sem að ég ætla mér að leyfa öðrum að heyra þessa tónlist þá væri ég þakklátur fyrir það að fá álit á prufulaginu sem ég gerði.
Hægt er að hlusta á þessa prufu með því að ýta á slóðina fyrir neðan og setja á lag sem kallast ‘Consolation’
Þetta er slóðatengillinn
Ég væri til í að fá álit á því hvort þetta sé eitthvað að gera sig, bæði út frá tónlistarstíl svo og hljóðvinnslunni sjálfri.
Ég tek ánægður við öllum þeim ráðum sem notendur hér kunna að gefa :D.
(Ég veit með trommurnar að það megi tempra crash-ið smá)
Í lagið notaði ég:
SI-Drum Kit frá Cakewalk
RealGuitar Vst í gegnum Fl Chorus effect
reFX Nexus með Grandpiano library skrá í gegnum innbyggt reverb
reFX Nexus með Power Grandpiano library skrá í gegnum innbyggt reverb
reFX Slayer2 með sérsníddu preset í gegnum GuitarRig 3 effect plugin
Volume envelope automation á fjórða insert (Slayerinn)
Fl-Limiter á master output