Ákvað að koma af stað smá umræðu hérna um micana sem þið eigið og hvað þið notið þá í.
Mínir micar eru þessir:
Electro Voice RE20
Nota hann til að taka upp talað mál t.d. þegar ég er að búa til útvarpsþætti eða eitthvað svoleiðis
Shure SM7b
Nota hann líka í það sama, taka upp talað mál, útvarpsþætti og fleira
Neuman TLM 103
Þennan nota ég til að taka upp söng þegar ég er að taka upp lög sem ég hef samið eða taka upp söng fyrir aðra, einnig líka nota ég hann til í ýms Voice over verk s.s. auglýsingar og fleira
Shure Beta 58
Þennan tengi ég við Zoom H4N upptökugræjuna mína ef ég er að taka útvarpsviðtöl útí bæ
Jæja segið endilega frá mic safninu ykkar. Ég er aðalega bara í svona útvarpspælingum og á þess vegna ekki meira en bara þessa fjóra mica.
Cinemeccanica