Pro Tools styður ekki VST Plugin. Pro tools notar RTAS plugin.
Logic notar reyndar ekki VST Heldur, Logic notar Audio Units (AU)
Hinsvegar framleiða langflestir pluginaframleiðendur plugin sín í öllum þremur formöttum.
hef eitthvað heyrt um að Pro Tools notendur séu að nota einhverskonar VST Wrapper sem að gerir þeim kleift að keyra VST plugins.
Ætla að taka það fram að ég hef hvorki notað ProTools né Live en er mikill talsmaðu Logic. Ætla samt sem áður að reyna að vera sem hlutlausastur.
Eins og ég var að enda við að segja, þá hef ég ekki kynnt mér né notað live, svo ég get eiginlega ekki sagt hvaða kosti Logic hefur umfram Live, en ég get sagt þér hvaða kostir mér finnst logic hafa (og ókosti, og hvað ég hef LESIÐ að séu kostir við Pro Tools miðað við logic)
Ég er búinn að nota Logic síðan ég skipti yfir á Mac (sem eru að verða næstum 3 ár síðan) og byrjaði þá í Logic 7 (á Windows var ég að nota Cubase SX 3) Logic 7 fannst mér þegar ég opnaði það fyrst virka mjög flókið. Svo skoðaði ég nokkur kennslumyndbönd frá MacProVideo.com sem útskýrðu forritið og pælinguna á bakvið það.
Stökkið í Logic 8 var mjög mikið. Útlitið var endurhannað og bætt við ýmsum nýjum fítusum. Stökkið í Logic 9 var svo líka mjög jákvætt.
Það sem ég fýla mjög vel við Logic 9 er hversu einfalt það er (well, ég lærði á logic 7 og Logic einfaldaðist töluvert við version 8).
Rásirnar segja sig oftast sjálfar. Til að nota software instrument býr maður einfaldlega bara til þannig rás og þar sem maður myndi velja Input á audio rás velur maður eins bara input á software rásina, og fær þá val um alla þá software instruments sem eru í boði.
Logic 8 og 9 eru soltið hannaðar fyrir að maður getir verið með gott vinnuflæði á einum skjá (þó mér finnist margfalt betra að nota tvo). Til vinstramegin í “Inspector” hefur maður tvöfaldann channel strip. Altsvo rásina sem maður er með valda, en svo sér maður líka output rásina sem valin rás er að fara á (eða Bus ef að hún er að fara á bus rás)
Mixerinn er mjög þægilegur finnst mér.
http://images.apple.com/logicstudio/logicpro/images/board20090721.jpgefst eru presettar fyrir rásirnar, svo er thumbnail af channel EQ-num (ef maður tvíklikkar á myndina fær maður upp Channel EQ) svo eru insertarnir. Til að byrja með eru bara tvö slot af insertum en eftir því sem þú bætir við þá fjölga slottin (til að glugginn taki ekki meira pláss en þarf) hver rás styður 15 plugin (en ef að þú þarft meira á hverja rás þá geturu einfaldlega valið Output á þeirri rás sem Bus, og sett 15 plugins í viðbot á bussinn) og svo ertu með allt að 8 send, sem geta verið pre-fader, post-fader, og post-pan.
Þar fyrir neðan er In/Out og undir því er hvaða rás þú ert að nota (þetta er bara það sem forritið þekkir rásina sem, þú getur svo að sjálfsögðu skýrt rásina eins og þú vilt).
Litli grái glugginn er “groups” en þú getur grúppað saman margar rásir og stillt svo hvaða fítusar eru sameiginlegir í grúppunni. og svo geturu alltaf “kúplað út” grúppurnar ef þú vilt breyta einhverri rás án þess að hafa áhrif á alla grúppuna.
Glugginn sem stendur Read og off á myndinni er “Automation status” sem ákvarðar bara hvort að rásirnar fylgji því automation sem búið er að skrifa, eða hvort að forritið eigi að búa til automation jafn óðum (ætla ekki að tala dýpra um það hér)
svo er auðvitað bara mælirinn. Glugginn efst sýnir hvar peakinn er (þú endurræsir peak mælinn með að ýta á hann)
Svo ertu með Pan/Balance takkann. Vill taka það fram að ef að þú ert með Sterio signal og “panar” því alveg til hægri þá virkar það þannig að forritið spilar einungis hægri rásina (í staðin fyrir að færa vinstri rásina til hægri, þetta má hinsvegar gera gegnum plugin sem heitir “Direction Mixer”)
Faderinn segir sig sjálfur og það er hægt að stilla hann bæði til að sýna þér db (mínu óendanlegt til plús sex) eða getur líka látið hann sýna þér Midi upplýsingar (frá núll og upp í 127)
Neðst ertu svo með þessa standard takka, mute, solo, Input monitor (I-takkinn) og Record enable. Auk Sterio/Mono takka.
Æji fuckit, þetta á eftir að enda í SVAKALEGRI ritgerð hjá mér!
hvet þig til að skoða
http://www.apple.com/logicstudio/logicpro/ fyrir upplýsingar um logic. Ég skal glaður svara öllum spurningum sem þú hefur.
Notandinn “sfLogicNinja” á youtube er líka með mörg góð kennslumyndbönd um logic og ef þú skoðar þau geturu séð Logic sinna ýmsum verkum.
Eitt af því sem að mér finnst mjög góður kostur við logic eru key commands. Það eru þúsundir key-commands sem hægt er að stilla í logic. Það er hægt að gera margfalt meira með key-commands heldur en interfacið býður upp á (þar sem að interfacið væri sennilega stútfullt ef að allir fítusarnir væru í boði þar). Ég tek annað slagið og renni gegnum key-commands listann bara til að lesa hann og rekst oft á eitthvað sniðugt sem ég binda á einhvern takka og nota svo mikið.
allar þessar key-commands er svo líka hægt að binda við control surfaces (t.d. Midi hljómborð eða hverskonar controllera).
Finnst líka vert að mynnast á eitt sem að mér finnst mikill kostur, en það er það að Logic býr til þær rásir sem þú þarft. T.d. ef þú ætlar að bæta reverbi á söngrásina, þá ferðu bara í Send og sendir hljóðið á t.d. “Aux 5” og þá býr logic til AUX rásina og sendir hljóðið á hana. Í mörgum forritum þarf maður að búa til Aux rásina fyrst áður en maður getur sent inná hana hljóð sem að hægir á workflowinu finnst mér.
Logic inniheldur líka mjög öfluga syntha, effecta og processora. Til gamans að benda á því að lagið “Just Dance” með Lady GaGa er EINGÖNGU gert með logic og þeim synthum og effectum sem því fylgja (svona ef þig langaði að vita það :P)
Það var mjög lengi talað um að logic rústaði Pro Tools í midi vinnslu, en Pro Tools væri langt á undan Logic í Audio Editing og mixing… Með Logic 9 er þetta bil orðið mjög takmarkað þar sem Logic býður upp á Flex Audio (sem er snilld), Varispeed, beat detective o.fl.
Svona til að mynast örstutt á það sem að MÉR finnst Logic Hafa framyfir Pro Tools (on paper, hef ekki notað pro tools) er:
Logic styður hvaða hljóðkort sem er. Þú getur opnað Logic án þess að vera með neitt tengt við tölvuna (við sum forrit þarf iLok USB lykil, við Pro Tools þarf maður að vera með hljóðkort frá Digidesign eða M-Audio (ef þú er með M-Powered) til að geta opnað Pro tools. Þetta finnst mér svakalegur galli ef að ég vill t.d. opna eitthvað project heima í headphonum og bounca því eða laga eitthvað til. Einnig býður það mér upp á að nota hvaða hljóðkort sem mér hentar, en ekki eitthvað MBox eða Digi 002/003 eða kort frá M-Audio.
Pro Tools hefur ekki það sem kallað er “automatic delay compensation”. Semsagt sú töf sem að verður til þegar hljóðið fer í gegnum ýmsa processora og annað slíkt skilar sér út í lokaniðustöðunni. Logic aftur á móti reiknar út þessa töf og leiðréttir hana.
Logic hefur þvísemnæst ótakmarkaðann rásafjölda og getur tekið upp eins margar rásir í einu og búnaðurinn hjá þér ræður við. Pro Tools (LE og M-Powered) hefur einungis ákveðinn rásafjölda í boði, og ekki fleiri en 18 rásir í einu (correct me if I'm wrong). Það er eitthvað hægt að borga til að fá fleiri rásir í forritið, en það hækkar samt ekki input rásirnar (aftur, correct me if i'm wrong).
Því ber að bæta við að í öllum tilfellum er ég að tala um Logic Studio
Nýja Logic 9.1 er 64 bita, sem þýðir að Memory limitið er 17 terabyte. Memory Limit í 32bita forritum er aftur á móti 4 gigabyte.
Þegar ég var að læra á logic hjálpuðu video frá MacProVideo.com mér mikið (flest þeirra er hægt að fá “öryggisafrit” af á hinum ýmsu síðum veraldarvefsins)
vá, gæti sennilega haldið áfram endalaust (og það endað í algjörlega ólesanlegum og óskiljanlegum texta). allavega, ef þú hefur einhverjar spurningar, eins og “get ég gert þetta svona og svona” please ask away!