mig datt það í hug í liðinni viku að taka eitt gott upptöku-session með hljómsveitinni sem ég er í sem samanstendur af gítar,bassa,trommum og söng

Trommuupptökur:
ég ákvað að prufa alla þá mic-a sem ég hafði og byrjaði með því að stilla þremur míkrófónum á sneril og taka upp smá spil og þeir þrír míkrófónar voru samson Q-snare shure sm-58 og audix om-2 ég hlustaði fyrst á samson gaurinn og fannst hljóðið varla spennandi því næst hlustaði ég á shure gaurinn og satt að segja hljómaði hann betur en ekki mikið (mér fannst þeir báðir hljóma frekar dull og litlausir) en svo prufaði ég audix gaurinn og viti menn þessi míkrófónn sem ætlaður er fyrir söng hljómaði svo mikið betur heldur en ég leyfði mér að vona, það var nú bara á sneril þannig ég ákvað að prufa hann líka á tom með sömu þrjá míkrófóna (nema skipti samson Q-snare út fyrir Q-tom), og viti menn sagan endurtók sig hinir tveir áttu ekki roð í hann og sama sagan með floortom

Gítarupptökur:

ég nota peavey classic 50 og skelli mic í grillið á honum
og prufaði að nota bæði shure sm-58 og audix om-2 á sitthvora keiluna og prufaði bara að renna í gegnum lagið
og hlustaði síðan á báða míkrófóna og bar soundið saman og ég endaði með því að henda shure upptökuni út vegna þess að mér fannst hún ekki gera neitt sem audixinn gerði ekki betur

mig langað bara að vekja athygli á þessari mindblowing uppgvötun og mæla með þessum mic

ég skal senda inn link herna á lagið þegar ég er búinn að mixa það

Kv.Vikto