Ég notaði Cubase 3 á windows, og færðu mig svo yfir í Logic 7 þegar ég fékk makkann minn, er núna að keyra á Logic 9.1
Mér finnst interfacið í logic MARGFALT þægilegra, dual channel strips í arrange, þægilegt mixer interface, logic býr til fyrir þig þær auk rásir sem maður þarf o.s.frv.
Einnig hefur mér fundist margt mun aðgengilegra í logic. t.d. ef þú ert með software instruments þá er nóg að velja það sem þú vilt sem “input” á software rásina en i cubase (síðast þegar ég notaði það amk) þá þurfti maður að opna VST instruments og fá upp instrumentið þar og eitthvað svoleiðis, sömuleiðis þarf maður að búa til allar aux rásir í cubase sjálfur (as far as I know allavega)
Mixerinn í Cubase finnst mér alveg hundleiðinlegur, margar blaðsíður, tvær fyrir senda, ein fyrir EQ, önnur fyrir inserts o.s.frv.
Einnig hefur mér fundist auðveldara að nálgast gott kennsluefni fyrir Logic, auk þess sem að maður getur lært mjög mikið með því að lesa manualinn sem fylgir logic.
Í þínum sporum myndi ég nota einhverskonar “try it before you buy it” aðferð (altsvo að fá “prufuútgáfur” af bæði Logic 9 og jafnvel Cubase 5 á netinu) áður en þú ferð að eyða svakalegum peningum í forrit sem þú kanski fýlar ekki.
Samkvæmt þeim forumum sem ég hef verið að skoða þá þykir Logic Pro almennt mesta “Bang for the buck” af því sem er í boði, hef aldrei notað Logic Express (nema Logic 7)
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF