Algengast er að taka upp gítarsound gegnum magnara með mic á keiluna.
MJÖG algengur mic í þetta er Shure SM57, og er svona “venjuleg” staðsetning á keiluna, mitt á milli “dustcap” (hringurinn sem er í miðju keilunnar“ og endanum á keilunni. Oftast alveg uppvið grillið á magnaranum.
Það eru auðvitað ekki til neinar reglur í þessu, að færa micinn til um 2 cm getur munað miklu uppá soundið, og þegar ég er að mica upp gítarmagnar (og er að gera það almennilega, en ekki í einhverju flýti) tek ég oftast með mér headphona sem einangra vel utanaðkomandi hljóð, held á micnum og hlusta á hann í headphonunum, læt einhvern spila á gítar í magnarann (þó að ég sé oftast að notast við reamp þegar ég mica gítarmagnara í stúdíói, en það er fyrir aðeins lengra komna) og færi micinn svo til og hlusta eftir hvar mér finnst hann sounda best.
Önnur skemmtileg mictækni í metal að mínu mati er tækni sem hefur stundum verið nefnd ”Fredman“ tæknin (Eftir Studio Fredman í svíðþjóð, þar sem In Flames, Soilwork, At The Gates, Dimmu Borgir, Arch Enemy, Opeth o.fl hafa tekið upp) er að vera með tvo SM57, annar þeirra miðar alveg beint í miðja keiluna, og hinn hallar 45°og er við hliðina á fyrri micnum og vísar því í ”kross" miðað við fyrri micin og beinir því að hlið keilunnar. Báðir micarnir eru staðsettir svo að þeir séu algjörlega í fasa við hvorn annan og blandaðir eftir smekk.
http://www.studiofredman.com/pic6.htmlEn í mjög mörgum tilfellum eru gítarmagnarahermar mjög þægileg lausn og dæmi um nokkra slíka eru
Guitar Rig (er komið í Version 4), framleitt af Native Instruments
Amplitube (er komið í Version 2, hægt að fá margar mismunandi útgáfur eins og t.d. Amplitube Metal), framleit af IK Multimedia
Peavey Revalver (nokkuð nýlegt) framleitt af Peavey, er með MJÖG góðar módúlur af peavey mögnurum (Triple XXX, 6505 o.s.frv) og var í nokkru uppáhaldi hjá mér fyrir að sánda mjög vel (þeas. peavey magnararnir í honum, marshall hermurnar voru aðeins slakari)
Studio Devil Virtual Guitar Amp (minn uppáhalds
Studio Devil AMP - Flóknari útgáfan af VGA, finnst hann samt ekki alveg jafn skemmtilegur. Hann er ekki jafn straight-forward og VGA
Softube Metal Amp Room - Hef ekki prufað hann en hef heyrt ágæta hluti
Digidesign Eleven - Það fylgir einhver light útgáfa af honum með Pro Tools, hef ekki prufað hann
Overloud TH1 - Hef ekki prufað þennan neitt af viti, en hef lesið ágætis dóma um hann.