Daginn,
ég keypti mér nýlega tvo genelec 8020a sem hafa reynst mér mjög vel (keypti þá reyndar á huga en það er annað mál haha).
Þar sem ég er að gera lítið “stúdíó” fyrir sjálfan mig í jólafríinu er ég að pæla í að kaupa bassabox til þess að bæta upp fyrir dýpstu tíðnirnar, þeir rúlla af á umþb. 50hz sem pirrar mig smá þar sem ég er að gera dubstep ;) .
Væri það betra að búa til sitt eigið bassabox (reiknað með því að freq. resp. sé sem jafnast náttúrulega), kaupa 100þ bassabox sem passar í nýherja (sem ég á ekki efni á) eða aðrar sambærilegar tegundir af ebay?