Góðan og blessaðan,
Ég er með Mbox 2 og Neuman TLM 103 hljóðnema og hef ég ævinlega bara beintengt hann í mboxið og tekið þannig upp og fiffað eitthvað til eftirá í plugins (Pro Tools í Mac)

En málið er að ég kannski set svo lagið sem ég samdi á disk með söngnum. Þá finnst mér einhvernveginn ekki söngurinn vera alveg jafn tær og flottur og á öðrum lögum af sama diski. Auðvitað er hann mjög flottur náttúrlega alvöru condencer mic en það má greinlega gera betur.

Hvað á ég að gera til þess að fá sönginn jafn djúsi og flottann maður heyrir á öllum þessum lögum sem maður heyrir á bylgjunni og rás 2.
Þó ég sé með góðan mic þá finnst mér að soundið gæti verið betra.

Er málið að fá sér einhvern flottan formagnara eða eru einhver plugin kannski nóg?
Hef alltaf sett compressor og eitthvað á eftirá. En sumir vilja meina að það sé jafnvel enn betra að setja compressor á fyrirfram og taka sönginn upp með compressornum í gangi sem plugins.

Öll ráð vel þegin, vill að söngurinn soundi jafn pro og hvert annað lag.

Við þetta má bæta að ég á Aphex 230 formagnara sem ég nota meira í auglýsingavinnslu og auglýsingarnar sem ég er að gera sem heyrast oft á útvarpsstöðvum sounda sko pro með þessum aphex en er að pæla hvað sé best fyrir söng.
Cinemeccanica