Þú þarft:
Leið til að koma hljóðinu inn í tölvuna.
Forrit til að taka við hljóðinu þegar í tölvuna er komið.
Eitthvað til að hlusta á það sem þú varst að gera.
Það er oft hægt að tengja gítar beint við Line eða Mic in á tölvum með breytistykkjum, en mæli ekkert sérstaklega með því. Betra að fá eitthvað hljóðkort eða USB mic (USB micar eru farnir að verða algengari og ná vinsældum hjá ýmsum Podcasterum). Tékkaðu í hljóðfæraverslanirnar (ekki fara í tölvulistann og kaupa þér Soundblaster með Gítar inputti í guðanna bænum)
Það eru til ýmis forrit. Hef heyrt mikið minnst á Audacity hérna á spjallinu, sem er frítt. Hef aldrei prufað það sjálfur samt.
Önnur forrit eru Reaper, Cubase, Ableton, Logic (mac only) Pro Tools (þarft sérstök hljóðkort til að nota Pro Tools)
Svo er betra að geta heyrt það sem þú ert að gera. Headphonar eða hátalarar duga. En ef þú ætlar eitthvað að hella þér í þetta væri sniðugt að fá sér mónitora.
Endilega skoðaðu líka gamla þræði hérna á áhugamálinu
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF