Jæja, núna er bandið mitt að fara að íhuga upptökur.
Við erum svokallað Progressive Black Metal band, með mikið af áherslum á gítar, en á sama tíma eru trommurnar crucial partur af heildinni.
Við viljum komast í einhvern upptökugæja sem getur hjálpað okkur við að gera til 4-5 lög, á milli 3-5 mínútur hvert lag.
Við viljum útbúa einstakt sánd, ekki bjagaða kasettufílinn sem mörg ef ekki flest black metal bönd nýta sér.
Hefur einhver áhuga?
Bætt við 22. september 2009 - 10:44
P.s.
Ég er persónulega mjög hrifinn af Wall of Sound pælingunum hans Devin Townsend úr Strapping Young Lad…spurning hvort það sé vitleysa að pæla í því?