Ég keypti mér Apogee Duet í byrjun þessa árs og verð bara að segja að þessi græja er tær snilld, seldi Digi002 til þess að fjárfesta kaupinn og það var aldeilis þess virði. En ég hef verið að taka upp trommur með tveimur micum (reyna að ná þessarri glyn johns tækni). Ég hef náð ágætum árangri en herbergið takmarkar möguleikana.
Þess vegna var ég að spá í að kaupa trommutriggera á allt settið og hafa tvo stereo overheada og síðan allt hitt triggerað. Það yrði örugglega mjög þægilegt, sérstaklega fyrir hugmyndavinnu, annars myndi ég aldrei gera þetta (t.d. á plötu).
Hvernig haldið þið að þetta myndi koma út?
Þarf ég ekki líka einhvern midi interface fyrir triggerana?
Mælið þið með einhverri þannig græju?
Takktakk
Moni
Future Records
On the verge of spontaneous combustion, woe is me