Nú þori ég ekki að fullyrða með hvort þú gætir verið með bæði forritin uppsett á sama stýrikerfi… en gætir keyrt 2 stýrikerfi… Protools 7,4 styður t.d. ekkert nýrra en XP þannig ef þú ert með t.d. Vista þá er kjörið bara að henda líka XP upp og þá er þetta lítið mál.
Hvað varðar stærð á tölvu… þá er Digi001 gamalt kerfi og ég t.d. keyrði það fyrst á Pentium III 650Mhz vél með 384 mb innra minni og gat tekið upp 8 rásir á því hnökralaust. :)
Bara þokkalega öflugan örgjörva og eitthvað magn af innraminni (ekki minna en 1GB segi ég, því meira því betra) og helst 2 harðdiska (annan hugsaðan bara fyrir hljóðupptökuna) 7200 snúninga minnst.
Hvað varðar mic-a:
Lélegur mic mun alltaf taka lélega upp, sérstaklega bassatrommu þar sem botninn er mikill og mic-inn nemur hann ekki og eins líka þar sem mikið loft hreyfist þá þarf mic-inn að vera með góðan pop-filter innbyggðan…
Ágætt að verða sér úti um einn góðan low freq mic… og 2 overhead condensor mic-a… mikið af kittum til á misjöfnum prísum… Behringer er t.d. með ódýrt overhead sett… brúklegt fyrir skúraupptökur… kostaði þegar ég keypti þannig um 7 þús fyrir 2 mic-a og aukahlutum (T-stykki til þess að græja 2 mic-a á eitt statíf og pop-filterar, allt í einum kassa). Samson voru líka með ódýr þannig sett, fæst í Tónastöðinni… fínar byrjendagræjur í heimaupptökum. Á einn svona samson CO2 sem kemur í þessum settum… þokkalegur fyrir prísinn.
Þá værir þú með set-up t.d. sem hljóðaði þannig (miðað við 8 rásir sem digi001 býður uppá):
1: Bassatromma (SM58 sleppa alveg til þess að byrja með, ágætt að redda samt einhverjum dedicated mic)
2: Snerill (SM57)
3: Overhead 1 (Samson eða Behringer overhead sett)
4: Overhead 2 (Samson eða Behringer overhead sett)
5-8 væru þá þau hljóðfæri sem þú ert með… gítar, bassi og söngur…
Hvað varðar hljóðfærin… þá er bassinn tekinn direct bara og ekki slæmt að vera með direct box fyrir það… Samson/Behringer ódýrast.
Gítar… mic-aðir upp með SM 57 eða direct inn með einhversskonar amp modelling græju (minnir að þú eigir svona Behringer V-Amp 2 eins og ég) Best auðvitað að hafa allt direct inn og sönginn annarsstaðar (eða tekinn upp eftirá) en trommusettið er til þess að ekkert blæði inn á trommuupptökuna.
En ef allt væri direct inn fyrir utan trommur þarf auðvitað að rigga einhversskonar Headphone hlustun fyrir alla… redda headphone amplifier með nokkrum útgöngum svo allir geti nú heyrt í hvor öðrum.
Og síðan söngur með 58 mic-num… en auðvitað ekkert slæmt að eiga einn stóran condenser söng-mic… en hann þyrfti auðvitað að vera notaður þá í lokuðu rými frá bandinu eða söngur tekinn eftir-á með slíkum mic…
Veist eflaust haug af þessu sem ég var að skrifa fyrir… ákvað bara að henda þessu upp eins og ég færi að þessu… ;)
Gangi þér vel með þetta :)