Ég hef ekki prufað mbox1-2 muninn(í raun aldrei annað en horft á mbox1), en ég hef notað nokkra aðra formagnara og þeir hafa allir reynst mér betur en mbox2. Þá er ég ekki að tala um dedicated formagnara heldur hef ég notað line6 upptökugræju, A&H wizard, Yamaha MG línuna og Digital M7CL, soundcraft spirit og FX16, presonus (dedicated reyndar) og mackie (VLZ og onyx) dót. Það er það sem ég hef notað nógu mikið til að hafa skýra skoðun á formögnurunum.
Onyx er bara best, kannski líka af því að ég hef notað þá mest og er vanastur því soundi og því að vinna með það.
Ég nota mboxið mitt auðvitað og preamparnir eru ekki slæmir. Onyx stendur bara svo mikið framar hvað varðar minn smekk og þá sérstaklega á dínamískum hljóðnemum.
Hefurðu skoðun á þessu?