Langar endilega að vita hvernig hljóðkort þið eruð með.
Ég tók upp æfingarhúsnæðis upptökur um daginn (reyndar multitrack) og það sem ég sá helst eftir þar var að hafa söngvarann ekki meira útúr hávaðanum. Var að fá svakalega mikið gítar bleed inn í söngmicinn sem gerði mér ervitt fyrir að fá almennilegt vocal sound. Helst að hafa söngvarann eins mikið frá beinni línu við magnarana og þið getið, og láta micinn ekki snúa í átt að mögnurunum.
Annars myndi ég stilla mögnurum og þannig upp að þeir vísi frá trommusettinu (til að reyna að minnka gítar bleed í trommumicana), ef það er vesen að trommarinn heyri ekki þá er bara að gefa honum headphones.
Reyna líka pínu að stilla mögnurunum upp svo að þeir séu ekki að garga hver oní annann.
Myndi klárlega nota Direct box eða DI útgang á bassamaganarnum.
Myndi prufa mig áfram með hvort að ykkur finnst henta betur að hafa sneril micinn ofaná eða neðaná, gætuð verið að fá ofaná sándið úr Overheadnum, og vantað neðri sneril micinn meira en efri.
Ef það er Lo-Cut á mixernum, nota það á allt nema Bassatrommu og bassa.
Svo er bara gera þetta nógu oft :P
Taka hálft lag, hlusta vel á, sjá hvað þyrfti að laga o.s.frv
Gangi ykkur vel, og endilega linka á upptökurnar þegar þær eru klára
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF