Það myndi mögulega hjálpa eitthvað til að minnka skruðningana frá hljómsveitunum við hliðina á ykkur að negla spýtur meðfram veggnum alveg upp við loftið og hengja teppi utan á þær þannig að teppin hangi niður með veggjunum en séu ekki alveg upp við veggina heldur svona 2 til 3 sentimetra frá þeim.
Þegar þið spilið hátt inni í litlu ferköntuðu herbergi er hljóðið að endurkastast milli veggjana og ekki skrýtið að allt hljómi illa, það sem er hægt að gera sem hjálpar þó það reddi málunum ekki algjörlega er að brjóta aðeins upp herbergið með því að setja tildæmis svamp í hornin á herberginu svo að hljóðbylgjurnar geti ekki ferðast óhindrað fram og tilbaka, þeas að gera herbergið þannig að það sé ekki algjörlega ferkantað, sömuleiðis ef það er hátt til lofts að festa frauðplast/kork eða að hengja þykka tepparenninga niður úr loftinu þannig að hljóðbylgjurnar stöðvist á því, þú sérð þetta oft gert í tildæmis prentsmiðjum eða verksmiðjum.
Það myndi líka hjálpa til að jafna út hávaða að færa gítar og bassamagnara þannig að þeir vísi ekki með bakið skáhallt inn í horn á herberginu, það berst mjög mikið af hljóðinu frá hátalaraboxi afturúr boxinu og þegar bakhliðin vísar inn í herbergishorn þá virkar hornið eins og viðauki við magnarann og úr horninu kastast hljómurinn í allar áttir.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.