Micro br væri allavega alveg út í hött til að taka upp hljómsveit, það býður ekki upp á nema eina upptökurás í einu, það er meira svona vasadiskó til að taka upp skissur af lögum með.
Flest svona lítil stúdíó sem ég hef skoðað eru ekki að bjóða upp á nema í mestalagi tvær upptökurásir í einu, það er ekki nóg til að taka upp trommusett svo vel sé, ég hef enga reynslu af að taka upp trommur en ég geri ráð fyrir að æskilegt sé amk 4 rásir fyrir trommurnar, eina fyrir bassatrommuna, eina á snerilinn og 2 overhead hægri/vinstri til að ná restinni af settinu.
Ég hugsa að svona lítil stúdíó kosti líka einhvern 100.000 kall og ég hefði haldið að fyrir þannig pening væri hægt að kaupa það sem upp á vantaði til að gera góða tölvu að stúdíói (ef einhver ykkar á góða tölvu sem hann er sáttur við að sé notuð sem upptökuvél)
Ef þið ákveðið að fara þá leið þá væri best að þið færuð í hljóðfærahúsið eða tónastöðina og spyrðuð starfsfólkið þar hvað þið þurfið og hvað þið þurfið að eyða miklu í það.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.