Þú þarft góða tölvu með fullt af innra minni, ekki minna en 2gb í minni, helst 4.
Svo þarftu utanáliggjandi hljóðkort sem býður upp á að þú tengir hljóðnema í það fyrir sönginn, þú værir líklega í helvíti góðum málum með eitthvað af þessu Toneport dóti frá Line6 þar sem það er líka með innbyggðum gítarmagnarahermi.
Ef þú ert að spá í að taka upp gítarmagnara með hljóðnema þá þarftu þartilgerðann hljóðnema, ég mæli með shure sm57 hljóðnema til að setja fyrir framan hátalarabox.
Rapp segirðu? þú ættir að komast ágætlega af með shure beta 58 hljóðnema en kannski gætirðu líka notað sm57 mækinn fyrir söng til að byrja með, annars bara prófarðu þig áfram með þá hljóðnema sem þú átt eða hefur aðgang að.
Míkrafónstatív er eiginlega ómissandi, þú getur nottla haldið á hljóðnema en það er hætta á að hann pikki upp allskonar óæskileg hljóð þannig, eins mæli ég með pop filter sem er svona hlíf sem þú festir fyrir framan hljóðnemann til að hlífa honum fyrir því að þú andir eða frussir beint á hann, því fylgja nefnilega hljóð sem þú vilt ekki fá í upptökurnar.
Í hljóðvinnslu nota ég nánast eingöngu hugbúnað sem heitir Ableton Live, þessi hugbúnaður kostar heilann helling en þú getur sennilega fundið sjóræningjaútgáfu af honum einhversstaðar á netinu.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.