Það sem þú (og eflaust fleiri) áttar þig ekki allveg á er að s/pdif er digital tengi. Þegar þú ert kominn út í digital en ekki analog þá er hljóðið að ferðast um snúruna í allt öðru formi. Ég á frekar erfitt með að útskýra þetta en ég ætla að reyna:
Þegar þú tengir hljóðnema við mixer sem er tengdur í hljóðkerfi til dæmis þá skynjar hljóðneminn þéttingarnar í loftinu sem myndast þegar hljóð heyrist. Það ferðast í gegnum xlr snúruna og mixerinn magnar hljóðið upp með formagnara og sendir svo í hátalarana. Í dag fer svo flest hljóðvinnsla fram í tölvum. Það sem mbox og önnur “audio interface” gera fyrst og fremst er að taka analog hljóðmerkið þitt og breyta því í digital svo tölvan geti notfært sér það. Með einu eða öðru móti er hljóðið þitt alltaf orðið digital þegar það er komið inn í tölvuna þína.
Nú nema þú sért með digital mixer sem ég efast um þá vantar þig eitthvað til að breyta analog merkinu þínu í digital fyrir s/pdif. Það sem þú ert yfirleitt að fá gegnum RCA snúru er analog hljóð svo ekki rugla því saman við s/pdif þótt hægt sé að nota sömu snúrur.
Í stuttu máli: Þig vantar að breyta analog hljóðinu þínu í 1010010110110, þ.e. digital hljóð áður en þú sendir það gegnum s/pdif því mboxið eða hvað sem þú ert að nota mun ekki breyta því fyrir þig sem fer þar í gegn.
P.S. ef þú ert með gamla mboxið, ekki mbox 2 þá er ekki hægt að bæta við 2 rásum með s/pdif, í því verður þú að velja annaðhvort að nota digital inputin tvö EÐA s/pdifið. Vona að þetta hjálpaði.
Bætt við 22. maí 2009 - 12:52 nota digital inputin tvö EÐA s/pdifið
bara að leiðrétta, þetta átti náttúrulega að vera analog inputin tvö