Heyrðu ég er með smá spurningu… Ef maður er með lag sem er tekið upp í Garageband, og langar að senda það í mix til einhverns annars. Er hægt að opna Garageband skjöl í öðrum upptökuforritum, s.s. pro tools, cubase o.s.frv. ?
Ég efa að þú getir opnað garageband session í öðru forriti. En það sem þú getru gert er að exporta hverri rás fyrir sig og endurbyggt sessionið svo í hvaða forriti sem er.
er 99,7% viss um að logic geti opnað garage band fila.
Annars eins og hann sagði, bounca hverri rás fyrir sig (með levels svo að hún sé ekki að peaka) og afhenda hverjum svosem það er sem er að mixa fyrir þig
Nei, Settu bara hverja rás á 0db áður en þú exportar og passaðu að það sé engin bjögun (clipping). Ef þú exportar í sömu gæðum og upptakan er (í t.d wav) þá færðu þetta út í sömu gæðum og bitnar ekki á soundi.
Það verður bara svolítil vinna þar í að breyta i/o svo þú fáir project eins og þú vilt vinna með því að garageband notar eq, bussa og reverb á mestallt sem er óþægilegt að vinna með í logic.
Nú man ég ekki allveg hversu miklir möguleikar eru í Garage band en það er amk. hægt með cubase/pro tools/logic og fleiri forrit… að exporta projectinu í OMF file, þá geturu opnað í flestum upptökuforritum.
mikið rétt en hafa þarf í huga að til þess að opna slíkt í PT þarf viðkomandi PT kerfi að hafa ákveðið add on sem kostar í kringum 400 usd aukalega (fylgir held ég þó með HD kerfunum).
já þetta er fáránlegt - þessir litlu hlutir sem maður heldur að skipti engu máli sem eru ekki í PT LE en eru annars staðar eru alltaf að verða manni ljósari (svo ekki sé minnst á upplausnar málin)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..