Það fer eftir því hverju þú ert að leita að, þú átt að geta fengið ágæta notaða hljóðnema fyrir þessa upphæð eða minna.
Ef þú ert tildæmis að leita að hljóðnema til að setja fyrir framan gítarmagnara þá ætti að vera hægt að fá notaðann shure sm57 fyrir kannski 8000 kall eða svo, shure sm58 eru alltílagi söngmækar og þeir kosta sennilega eitthvað svipað notaðir.
Svo er til hellingur af hljóðnemum sem eru ókei en ekkert frábærir fyrir ekki svo mikinn pening, það er tildæmis einn gaur á Hljóðfæri að selja slatta af audix mækum, söngmækum og trommumækum, þetta er örugglega alltílagi dót.
Ég hef tekið upp útgáfuhæfa tónlist notandi ódýra behringer hljóðnema, þeir eru ágætir í heimastúdíónotkun en ég myndi ekki treysta þeim í tónleikanotkun því mér finnst þeir frekar veikbyggðir að sjá.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.