Stórkostleg einföldun:
Mixa: Taka öll hljóðfæri og setja saman í eitt lag
Mastera: taka öll lögin og setja saman í eina plötu.
Mastering er allra siðasta skrefið í vinnslu á lagi/plötu.
Það felst í því að taka mixið, og jafna það út, reyna að fá lögin til að hljóma eins gegnum alla plötuna (þeas. þannig að það sé nokkurnveginn sami bragur á þeim öllum). Koma í veg fyrir slæmar tíðnir séu að leka gegnum mixið, og mest áberandi, að keyra upp styrkinn á laginu.
Masteringu er ekki hægt að gera heima hjá sér, og heldur ekki í mörgum aðstöðum.
Alvöru mastering fer fram í herbergi stútfullu af high-end græjum, sem er með algjörlega flötum mónitorum, og mjög vel treatuðu herbergi.
Það sem margir hér gera eflaust er að nota einhver forrit (Ozone, Flux Solera, Brickwall Limitera o.s.frv) til að keyra upp hljóðstyrkinn á mixinu, en það er ekki hægt að kalla það masteringu (oft kallað “Loudening”)
Í masteringunni er lögunum raðað niður á plötuna, ákveðið bil á milli laga, sett Fade in/out á lögin o.s.frv
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF