andsk, var búinn að skrifa nokkuð langann póst en það klikkaði eitthvað í innsendingu.
Ef að ég nota 4 mica, þá myndi ég setja par af overhead, bassatrommu og sneril.
Meirihlutinn af trommusándinu er að koma úr overhead micunum, en bassatrommu- og snerilmicarnir eru meira til að hjálpa þeim trommum að cutta betur gegn.
Ef ég væri í ykkar stöðu, og vantaði stað fyrir fimmta micinn myndi ég setja hann undir snerilinn. Lélegt eða þunnt snerilsánd er mun meira/algengara vandamál en lélegt/þunnt HiHat sánd.
Þegar ég nota HiHat mic enda ég oftast með að Muta hann, er oftast frekar í vandræðum með að það er of mikill HiHat í overhead micunum (á nýlegum upptökum fékk ég trommarann til að stilla cymbölunum þannig upp (hann var með slatta) þannig að einn cymballinn var á milli Micsins og HiHat, til að minnka örlítið HiHat í overhead rásinni)
Ef að þið setjið micinn undir snerilinn (sem ég mæli sterklega með) verðið þið að passa að víxla fasanum á honum.
Veit ekki hvort að þetta er hægt á Motu kortinu sem þið eruð með, en í logic má gera þetta með því að nota Gain effectinn
Insert -> Utility -> Gain
svo hakið þið í “Invert Phase”
Um að gera að hlusta á þetta og heyra muninn.
Fyrst við erum að tala um trommuupptökur, þá er um að gera að fá sem allra besta hljóðið inn, áður en tekið er upp
Stilla settið vel, ekki hafa skinnin of gömul og illa farin. Og vanda mic staðsetningar.
Það eru engar “réttar” staðsetningar. Fer eftir sándinu sem þið eruð að leita að.
Fyrsta mál á dagskrá væri að fá settið til að sánda vel, stilla skinnin, stilla gormana á snerlinum, helst reyna að forðast að nota brotna cymbala (nema þeir sándi eins og þið viljið hafa þá), reyna að útrýma ískur í kicker eða HiHat stand o.s.frv.
Svo myndi ég reya að fá sem besta overhead sándið, þar sem að meirihluti trommusándsins kemur úr þeim micum (sérstaklega þegar þið eru að nota svona fáa mica, en oftast kemur lang eðlilegasta og skemmtilegasta sándið úr overhead micunum)
Ég tek overhead alltaf upp á Sterio rás, þurfið aðeins að pass ykkur með fasann. Það er oft talað um að búa til ósýnilega línu sem fer frá staðnum þar sem beaterinn slær á bassatrommuna, og í gegnum miðjan snerilinn (eða þar sem að trommarinn slær á hann, sem ég reikna nú með að sé miðjan) og hafa báða overhead micana jafn langt fá þessari línu.
Það sem þið eruð að gera með þessu, er að passa að overhead micarnir séu báðir jafn langt frá snerlinum, svo að þegar hlustið á sterio af báðum overheadunum þá er snerillinn (og helst bassatromman líka) í miðri myndinni sem overheadarnir gefa af settinu.
Varðandi staðsetningar á hinum micunum, finnið staðinn í bassatrommunni þar sem að bassatrommumicinn sándar best (að ykkar mati) Þetta er misjaft eftir smekk (og bassatrommum)
Ég hef sneril micinn (efri) oftast þannig að hann halli um 45° og beini að miðjum snerlinum.
Mér finnst persónulega oftast ekki sánda vel að láta micinn alveg ofaní snerilinn, en það er auðvitað hlutdrægt.
Ég set sneril micinn oftast á milli HiHat og Tom 1, því að það minnkar bleed frá öðrum trommum/cymbölum í Sneril micinn.
Með neðri micinn, þá læt ég hann oftast vera lóðréttann beint upp, en læt hann ekki vera beint undir gormunum (finnst ég fá of mikið gormahljóð úr því)
Reyni að hafa neðri micinn jafn langt frá neðra skinninu og efri micinn er frá efra skinninu (ath. ef að eftir micinn hallar 45° þá verðið þið auðvitað að láta mælinguna frá honum að skinninu vera 45° líka.
Ef þið væruð bara að nota 4 snerilmica, myndi ég rannsaka hvort ykkur finnst sánda betur að hafa sneril micinn ofan, eða neðaná. Þar sem að snerilsándið er að koma mikið í overhead micana, getur það gefið snerlinum meiri fyllingu að hafa bara mic undir honum, en engann ofaná.
En allavega, ég myndi nota 5. micinn sem snare bottom.
Of lítill HiHat er oftast ekki vandamál (hef hinsvegar lent í því að vera að fá of mikinn hihat í overhead, hef reynt aðeins að leysa það vandamál með því að láta einhver cymbal skyggja á HiHatinn, altsvo hafa cymbal á milli HiHat og overhead til að minnka örlítið HH í OH)
Bætt við 16. mars 2009 - 00:18
oops, aðeins farinn að endurtaka mig, það er svona að skrifa póstinn tvisvar.. mundi ekki hvað ég var búinn að skrifa í þesusm póst og hvað ekki :)
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF