Þegar ég tek upp sneril set ég alltaf mic á neðra skinnið líka, annars hef ég bara aldei verið ánægður. Nota oftast SM57 ofan og neðaná, muna bara að setja neðri micinn úr fasa.
Varðandi staðstningu þá er ég oftast með klemmu fyrir snerilmicinn, og reyni svo að beina micnum að miðjum snerlinum (þannig micinn hallar ca. 45°og beinir á miðjuna) Ég veit að við þetta þarf micinn að vera örlítið frá snerlinum, og tekur þar af leiðandi aðeins meira af öðrum trommum in, en finnst þetta sánda mun betur (og mun eðlilegra)
Einhvertíman setti ég snerilmicinn eiginlega alveg beint niður (þannig að micinn var næstum lóðréttur ofaní kantinn á skinninu) og fékk þá mun meira dósahlóð (því ef þú pælir í því þá hljómar snerillinn mjög mismunandi eftir því hvar þú hlustar/slærð á hann)
Neðri micinn sem ég oftast lóðréttann undir snerilnn, og set hann undir skinnið sjálft (en ekki beint undir snerlana)
Það gæti jafnvel vel verið að ef þú getur bara sett einn mic, að þér finnist sándið sem kemur bara af neðra skinninu höfða betur til þess sem þú ert að leita að, svo þá myndiru bara setja mic undir (því oft kemur mikill hluti snerilsánds hvort sem er úr overhead micum)
Svo skiptir auðvitað höfuðmáli að snerillinn sé nokkuð vel stilltur :)
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF