Þannig er mál með vexti að ég þarf að taka upp keppendur í söngvakeppni félagsmiðstöðvann á akureyri (grunnskóla altsvo).
Þetta eru að ég held 17 atriði, og þau skaffa playback sjálf, þannig í rauninni er ég bara að taka upp sönginn (og kanski eitthvað að reyna að laga gæðin í playbackinu)
Allavega, einhver hér sem hefur reynslu af svona, meirihlutinn er sennilega fólk með 0% míkrafóntækni, og stressað til andskotans.
Ætlaði mér að nota LD Condenser (M-Audio Solaris) með Pop filter, láta þau vera í sér herbergi með talkback.
Ætlaði svona að byrja á því að kynna létt fyrir öllum (tek þetta sennilega í nokkrum hópum) hvernig þetta gengur fyrir sig, hvernig á að beita micnum, hversu langt frá honum á að vera o.s.frv.
Væri fínt að fá pointers frá ykkur hvað ég ætti að segja þeim, ætti ég að doubletrack sönginn, einhver sérstök trick sem ég ætti að hafa í huga.
Hef aldrei þurft að taka upp svona söng (sálin hans jóns míns, týpísku FM-stelpuballöðurnar o.s.frv), þannig gæti þegið sma tips.
Hvaða effecta ætti ég að nota, ætti ég að bjóðast til að melodyne þetta, eða ætti ég að gera það án þess að spyrja eða hvað ?
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF