Er með til sölu Focusrite Twintrack Pro
Er búinn að setja í hana anolog-digital out kort sem að fylgir græjunni ekki þegar að hún er keypt ný.

Græjuna er með þessu auka korti hægt að tengja digital við hljóðkort í gegnum spdif. Bæði inn og út. Bætir sem sagt tveimur inngöngum við hljóðkort með því og er einnig hægt að nota hana sem monitor controller.

Þetta eru sem sagt tveir míkrafónformagnarar (Class A discrete transistor-based Focusrite pre-amps) með eq og optica compressor á hvorri rás.

Linkar um með verði og upplýsingum.

Focusrite Twintrack Pro: http://www.music123.com/Focusrite-Platinum-TwinTrak-Pro-Channel-Strip-188218-i1125401.Music123

Analog-digital kort: http://www.music123.com/Focusrite-Platinum-Pro-ADC-Analog-Digital-Converter-188219-i1125402.Music123

á vef Focusrite: http://www.focusrite.com/products/platinum/twintrak_pro/

Þetta er alveg fínasta græja með gagnlegum fídusum eins t.d controllable mic input impedance, Latency-free monitoring, headphone socket, post preamp og compressor side-chain inserts. Einnig er Fx send og return sem að þú getur blandað við cue mixið (í headphone hjá þeim sem að performar).

Ég notaði þessa græju þegar að ég var með lítið 2 rása M-audio hljóðkort og bætti því við tveimur inngöngum til viðbótar og notaði hana þá sem aðal innganga. Virkaði fínt og bætti gæðin til muna. Núna er ég með aðrar 16 línur inn og rack fullann af míkrafónformögnurum og satt að segja þá nota ég sjaldnast meira ein 16 rásir í einu.

þar af leiðandi þá er þessi græja til sölu ef að ég fæ tilboð í hana sem að er ekki bull tilboð.. er alveg til í að láta gamla 19" rack reverb græju (IMQ 400) sem að ég á og nota ekki baun fylgja með ef að viðkomandi vantar reverb fyrir fx send..

Veit ekki hvað þessi græja kostar hér á landi og er ekkert að hengja mig á hvernig gengið er í dag.. allt getur breyst :)

Áhugasamir endilega skellið á mig tilboði.. er til í að skoða skipti t.d á góðum gítar, míkrafónum eða öðrum hljóðfærum. Er jafnvel alveg til í að borga á milli ef að þess þarf.

tek alveg við tilboðum hér á huga og líka á thjosturinn@gmail.com