Það eru til ýmis trick með það að minnka sönginn með því að nota sterio EQ og draga niður ákveðnar tíðnir, reikna út hvar í sterio fieldinu söngurinn er og draga niður tíðni hans á því bili.
Þetta mun ALLTAF koma niður á hljóðgæðum, og að gera þetta almennilega mun alltaf kosta pening.
En svona fyrir forvitni, hvaða lag ertu að tala um ?
ahhh, ef ég ætti 50 kall fyrir hvert skipti sem einhver spyr að þessu… þá gæti ég keypt mér tópas! Hérna getur þú keypt karaoke útgáfu af laginu. Kannski aðeins í ostalegri kanntinum en hey, lagið er það líka:
setur lagið upp á tvær stereo rásir í hljóðvinnsluforriti (pro tools t.d.)
hendir upp filter á rás eitt sem skilur eftir sem mest af söng tíðnum (HPF á c.a. 300 Hz og LPF á c.a. 3 kHz.. en þú vinnur þig til með þetta, því þrengra sem þú kemst upp með þeim mun betra), svo seturu rásina úr fasa með því að fasavenda hægri eða vinstri rás
á rás tvö filteraru svo út vocal tíðnir (skilur eftir bassann og toppinn sem þú cuttaðir út á rás eitt..)
ef það er mikill stereo effekt þá virkar þessi aðferð illa, hún getur líka haft vondar afleiðingar á mono hljóð í vocal range-i
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..