Er aðeins að reyna að átta mig á hvaða verð ég get fengið fyrir það.
Kortið kostaði 60 þúsund þegar ég keypti það, er komið í 66 þúsund í dag, hef séð það vera að fara notað á 50 þúsund.
Ég keypti kortið í apríl 2007, og hef notað það slatta síðan. Man ekki eftir að hafa séð neinar útlitsskemdir á því (það hefur verið skrúfað inn í rack mestallann tíman síðan ég keypti það), og það hefur aldrei klikkað hjá mér.
Man ekki eftir að hafa lent í neinu driver böggi þegar ég keyrði kortið á Windows XP, og ég þurfti ekki að setja upp neinn driver fyrir Mac OS X (notaði það bæði á Tiger og Leopard)
Á ekki upprunalegar umbúðir, en held ég eigi diskana og pappírana sem fylgdu með kortinu einhverstaðar.
Almennt um kortið:
Háhraða FireWire 400 (IEEE 1394)
Allt að 96K Sampling Rate og 24bita bitrate
8 XMAX Class A Míkrafónformagnarar (+60db Gain) með Trim Control
8 Analog Mic/Line Inngangar, 2 hljóðfæra Inngangar
8 Analog Line útgangar
S/PDIF Stafrænt inn og út
MIDI Inn og Út
Balanserað Send/Return fyrir rásir 1 og 2
Hægt að hliðtengja allt að 3 Firepoda saman (og fá þarmeð allt að 24 rásir)
Ef einhver hefur áhuga er um að gera að skjóta á mig tilboði í PM, ef fólk hefur einhvejar frekari spurningar varðandi kortið er um að gera að spyrja hér á þræðinum bara (svo að aðrir geti notið svaranna)
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF