Jæja, ég skal vera sá samviskusami og reyna að hjálpa þér.
Þetta sem þú ert að tala um eru í fyrsta lagi stillingar fyrir Compressor.
Stillingar á EQ væru væntanlega Frequenzy, Gain og Q (svona í grunnatriðum)
en já Compressor
Orðið Compress er að þjappa saman.
ætla að linka á mynd af Software-compressornum sem kemur með Logic 8, mun vitna í þessa mynd annað slagið.
http://www.diyrecording.com/wp-content/uploads/logic-comp-new.jpgCompressor virkar þannið í grunninn að hann, já þjappar saman hljóðinu, þeas hann minnkar “Dýnamískt svið” þess (Dýnamískt svið er munurinn á háværasta og lágværasta hljóðina)
Threshold (Þröskuldur) er einhver ákveðinn punktur þar sem að compressorinn byrjar að vinna, þeas. hversu “hávært” hljóðið er þegar compressorinn byrjar að vinna.
Ef þú skoðar myndina sem ég linkaði á þá sérðu að þröskuldurinn er á ca. (-30,-15)
Ratio(Hlutfall) er hversu mikið hann þjappar saman hljóðinu
Segjum ef að Ratio er 1:1, þá fer allt hljóð sem er yfir thresholdinn óhindrað í gegn og breytist ekkert.
Ef að Ratio er hinsvegar segjum 4:1, þá fer allt hljóð sem fer yfir thresholdinn að þjappast saman og verður hlutfallsega lægra.
Segjum það sem fer t.d. 4 db yfir thresholdinn það fer í rauninni bara 1 db yfir thresholdinn ef að ratioið er 4:1.
Attack (Árás) er tími, oftast mældur í Millisekúntum sem segir til um hversu snöggt eftir að hljóðið fer yfir thresholdinn compressorinn fer að þjappa því saman. Ef að Attack er í 0 þá þjappast hljóðið saman um leið, en ef að attack er í t.d. 50ms þá fær hljóðið að ná sínum upprunalega styrt í 50 millisekúntur áður en compressorinn kemur inní.
Release (sleppa) segir til um hversu lengi compressorinn heldur áfram að þjappa hljóðinu eftir að hljóðið fer undir þröskuldinn aftur.
Knee (hné) segir til um hversu krappt hornið (ef þú skoðar myndina sem ég sendi, þá sérðu að það myndast smá horn þar sem thresholdinn kemur) sem myndast við þröskuldinn er.
Oft er t.d. bara hægt að velja um “Soft Knee” eða “Hard Knee” en stundum er líka hægt að stilla það nánar.
Ef að þú ert með á hard knee þá myndast svona horn á línunni eins og má sjá á myndinni, en ef þú ert með á soft knee þá verður þetta mýkra, og verður meira eins og mjúk kúrfa eitthvað í líkingu við það sem má sjá á þessari mynd
http://www.cakewalk.com/images/Sonitus/sonitus-compressor.gifGain er svo bara styrkurinn sem að hljóðið fer inn á compressorinn.
Ef að þú hækkar Gainið þá þýðir það að meiri hluti af hljóðinu nær yfir thresholdinn og er því meira compressað.
Vill líka bæta við að oft er líka í boði svokallað Make-Up Gain, sem að virkar er þá gain til að bæta upp það sem gæti verið að tapast í compressornum. Þeas. hljóðið gæti eðlilega lækkað eilítið við það að vera compressað niður, og þá er make-up gain notað til að hækka það upp aftur, eftir að búið er að compressa það til að það haldi í rauninni sama hljóðstyrk, en sterkustu hljóðin eru ekki lengur jafn áberandi hærri en veikustu hljóðin.
vona að þetta hjálpi :)
og vill aftur segja að ef einhver telur mig vera að fara með rangt mál varðandi skrif mín þá verð ég ekkert fúll ef einhver bendir mér á það, þannig endilega leiðréttið mig ef þið teljið þörf vera á.