Það verður eiginlega allaf dýrt að taka upp trommur, því miður, en get kanski reynt að gefa þér smá hugmynd um þetta.
Ég vill helst ekki nota færri en 9 mica við að taka upp trommur, en það er hægt að minnka það, ég nota 2x bassatrommumica, 2x snerilmica, einn mic á hvern tom og svo par af overhead.
Ef set nú upp fjölda mica og hvað ég myndi gera fyrir hvern fjölda (miðað við venjulegt sett með 3 Toms, 2-3 cymbölum, bassatrommu og hihat)
1 mic: Einn mic yfir trommurnar, staðsetja hann þannig að hann nái öllu settinu sem best
2 micar: Einn yfir trommurnar, Annann í bassatrommu
3 micar: Einn yfir, Annann á bassatrommu og þriðja á sneril
4 micar: Reyna að vera með par af micum yfir settinu (stilla þeim upp þannig að þeir séu að taka sitthvorn helminginn á settinu, með bassatrommuna og sneril mitt á milli þeirra), einn á bassatrommu og einn á sneril
5 micar: frekar óheppileg tala, í þeirri stöðu myndi ég sennilega vera með Par yfir settinu, einn á bassatrommu og svo 2 á snerilinn (einn undir og einn yfir)
6 micar: 2 yfir, bassi, snerill, einn á Milli Tom 1 og Tom 2, og einn á Floor tom
7 micar: 2 yfir, bassi, snerill, einn á hvern tom
8 micar: 2 yfir, bassi, snerill yfir og undir, einn á hvern tom.
9 micar: 2 yfir, 2x bassi (mismunandi mica til að fá mismunandi sánd), 2x snerill, einn á hvern tom
10+: 2 yfir, 2x bassi, 2x snerill, 3x toms og svo Hihat, ride, og cymbala eftir því hvað ég á
Varðandi tegundir mica, þá eru framleiddir míkrafónar með bassatrommu í huga,. Það eru oftast Dínamískir míkrafónar með stórann flöt sem tekur við hljóðinu (til að ná dýpri tónum)
Nokkrir bassatrommumicar:Shure PG52:
http://es.woodbrass.com/images/woodbrass/SHURE+MICRO+GROSSE+CAISSE+PG52.JPGShure Beta91:
http://www.ukproaudio.co.uk/sitebuildercontent/sitebuilderpictures/shure-beta91.jpgSamson Q Kick:
http://www.copystars.com/images_products/samson_q_kick_cl_kick_s21259.jpgAKG d115:
http://www.e-av.co.uk/products/MICAKG004.gifÁ sneril og toms, þá eru margir sem framleiða sérstaka mica (í flestum tilfellum dínamískir) sem klemmast á trommurnar. Þeir eru oftast mjög fínir.
Nokkrir clamp on micar:
AKG C518M:
http://media.zzounds.com/media/feed/large/AKGC518M.jpgSennheiser e604:
http://www.peotehnika.ee/rent/files/pictures/Tehnika/Helitehnika/Mikrofonid/instrumendimikrofoni/E604.jpgShure PG56:
http://www.djkit.co.uk/images/products/large/SH114.jpgEinnig er Shure SM57 mikið notaður í trommur (sneril og tomma) og eiginlega bara svona mic sem er til í allt, til í flestum stúdíoum og hægt að nota á flest allt, sjálfur nota ég allaf SM57 á sneril.
SM57:
http://www.porchlightstudios.eu/content/gear_files/images/sm57.jpgVarðandi míkrafónana yfir settið er oftast notaðir í það Condenser míkrafónar, og oftast eru þeir notaðir í pörum (til að fá víðari mynd af settinu), condenser koma helst í tveimur týpum, stórir og litlir, l
Dæmi um stórann (shure ksm 27):
http://www.puresoundusa.com/store/catalog/images/ksm27.jpgDæmi um lítinn (shure ksm 109):
http://www.subir.cl/site/imagenes/shure/KSM109_big.jpgSvo þarftu eitthvað til að tengja þetta við.
Gætir tengt þetta allt við mixer, og tekið svo útaf mixernum og inn á tölvuna, en þá færðu mjög litla möguleika með eftirvinnslu. Með Mixer-aðferðinni gætiru notað PAN takann til að skipta þessu niður á tvær rásir, (myndi þá sennilega setja Bassatrommu, Sneril og Toms á aðra rásina og Overhead á hina), það eru ótal möguleikar.
Best væri auðvitað fyrir þig að geta bara séð þetta gert. Hvar á landinu býrðu ? Ef þú ert á akureyri gætiru fengið að kíkja með mér niður í pláss til mín og ég gæti sýnt þér þetta (ef að þú ert á AK gæti ég reyndar svosem tekið upp trommurnar fyrir þig)
Ég tók upp trommur um daginn og þá notaði ég 12 eða 13 mica.
Hér er linkur á lagið (eða það sem komið er af því, á eftir að taka upp söng og mixa þetta almennilega)
http://www.shefakedthehalo.com/arni/buxna/agureyrislagid.mp3Hérna var micasetuppið hjá mér
1: AKG d112 við op á bassatrommu
2: Shure Beta91 inni í bassatrommu
3: M-Audio Nova framanvið bassatrommu
4: Shure SM57 ofaná snerli
5: Shure SM57 undir snerli
6-7: Sennheiser e604 á Tom og Floor tom (voru bara notaðir tveir*)
8-9: Par af M-Audio Solaris sem overhead
svo átti ég auka mica og ákvað að skella þeim á líka
10: Shure SM57 á HiHat
11: Shure Beta58 á Crash
12: Shure Beta58 á Ride
notaði Ride, Crash og HiHat micana ekkert í þessu mixi sem ég linkaði á (lækkaði bara niður í rásunum)