Það er ekki rétt sem Addni sagði að steypa hljóðeinangri vel, það sem einangrar best að loft, þá er ég að meina eins og með dýnur,teppi og svo framvegis einangra vel því það er fullt af litlum loftbólum.
Besta efnið til hljóðeinangrunar miðað við verð er því steinull, hún er líklegast notuð til að einangra veggina heima hjá þér, en sama hugmynd gildir um að einangra gegn kulda og bleytu (sbr. lopapeysur).
Steinullin ætti að fást í byko eða húsasmiðjunni og vera nokkuð ódýr, og ég held að það væri sniðugt að reyna að finna einhverja leið til að festa hana á veggina, jafnvel, til að dempa sem minnst sándið inni hjá ykkur væri hægt að setja hana uppvið veggina og svo skella einhverjum viðarplötum yfir til þess að búa til einskonar auka vegg innan á vegginn sem stendur nú þegar.
Og þá, fyrir enn betri hljóðeinangrum væri jafn vel hægt að hengja gömul lopateppi niður þann vegg, en þá dempast sándið aftur.
Að lokum langar mig að benda á íslenskan bækling frá 1988
http://www.steinull.is/Files/Skra_0019891.pdf sem fjallar um notkun steinullar við hljóðeinangrun, og er áhugaverð lesning.
-Bex