Daginn/kveldið.

Ég var að setja upp Pro Tools(M-Powered 6.8) og í uppsettningunni kom upp eitthver villa svo að uppsettningin hætti. En það vildi svo skemmtilega til að þótt að þetta hefði mistekist þá voru gögninn kominn inná tölvuna og þegar ég ætlaði að setja þetta upp aftur þá kom hún bara með “Modify - Repair - Remove” listann. Ég er búinn að delete-a öllum Digidesign og Pro Tools fælum útúr tölvunni. Ég er líka búinn að fara mörgum sinnum í Add/remove programs og remove-a þessu þaðan, en allt kemur fyrir ekkert og aldrei fer forritið af listanum þar og alltaf þegar ég reyni að fara aftur í setup-ið þá kemur sami gamli listinn “Modify - repair - remove”(Ekkert af þessum 3 möguleikum lagar þetta hjá mér)

Svo ég spyr, hafiði eitthverja hugmynd um það hvað ég get gert í þessu? Hvernig get ég re-installað Pro Tools?
Hreggi