hæ
ég er búinn að lenda í þvílíku veseni með pro tools og mbox2,
byrjaði allt þannig að ég keypti mér mboxið eftir að hafa verið mikið í upptökum og ætlaði að installa pro tools í vélina, sem er því miður PC tölva. svona til þess að byrja að geta tekið upp sjálfur og gert þetta án þess að þurfa að vera bundinn einhverjum.
þá kom upp þetta hérna vesen: http://i35.tinypic.com/2evfdhu.jpg
og ég pældi nú voða lítið í þessu og hugsaði bara “windows drasl” og klikkaði bara á continue anyway nokkrum sinnum og þá hvarf glugginn og þetta hélt bara áfram að installa öllum drive-erum fyrir mboxið og bara pro tools sjálfu.
og pro tools og allt með því virkaði, nema svo þegar ég tengi heyrnatól(sennheiser HD202), þá heyrði ég bara öðru megin og þetta var einfaldlega allt bara voðalega spes.
svo eftir að hafa reynt að mixa og taka upp með öðru eyranum , ákvað ég að kaupa mér monitora. urðu þá KRK VXT4 fyrir valinu.
tengdi þá við mboxið með það í von að heyrnatóla tengið hefði bara verið eitthvað funky. fór og keypti gullhúðaðar speaker snúrur í tónastöðinni og var allt orðið voða fínt, og í leiðinni sagði ég þeim þar niðurfrá frá öllu veseninu sem ég hafði lenntí með þessu mboxi.
allaveganna, síðann tengi í monitorana og alltí góðu. kveiki svo á pro tools og neinei þá byrjar bara þetta hátíðni væl.
nánar um þetta hérna: http://www.hugi.is/hljodvinnsla/threads.php?page=view&contentId=5866194
og núna er ég búinn að uninstalla og re-installa öllu annsi oft, hringja í tónabúðina, tónastöðina og hljóðfærahúsið, kaupa nýja USB snúru, nýjar power snúrur, skipta um allt í tölvunni(uppfærslupakka) og en er þetta væl í gangi og stundum suð, Pro tools kvartar þegar ég installa því eins og sjá má á myndinni hérna fyrir ofan, og einfaldlega þvílíkt vesen enþá í gangi.
ákvað að spurja ykkur um ráð svona áður en ég fer með mboxið og tölvuna niðrí hljóðfærahúsog læta þá kíkja á þetta. reyndar hafa þeir í hljóðfærahúsinu og tónabúðinni svarað öllum spurningum eins vel og þeir mögulega gátu.
vitið þið um eitthvað sem mögulega gæti lagað; vesenið þegar ég installa, monitora vælið, heyra bara öðrumegin í heyrnatólunum ?
með von um góð svör..
-kiddi :)