Já það er einmitt málið með Buffer size-ið til þess að forritið þoli meira á það að vera hærra ekki lægra.
Buffer sizeið er í hversu stórum pökkum forritið tekur inn gögnin, þeim mun hærra sem það er þeim mun meira getur það tekið en aftur á móti þá verður latencyið hærra eftir því sem talan er hærri.
H/W buffer size er eitthvað sem þú munnt skipta mjög mikið upp og niður þegar þú notar pro tools, þú byrjar session yfirleitt á frekar lágu 256 er yfirleitt nóg en þegar þú ert byrjaður að mixa og setja allskonar effect þá er best að hækka það til að hún ráði betur við þetta.
Bætt við 6. júlí 2008 - 20:13
Og já svo er það eitt enn. Þótt Pro Tools sé öruglega eitt einfaldasta forritið af þessum proffessional DAW forritum til að læra á þá er heilmikið sem þarf að hugsa um áður en maður kaupir sér það, mjög margir klikka á þessu, ég gerði það sjálfur þegar ég keypti mér mitt mbox.
En málið er að Pro Tools er rosalega sérhæft forrit og til að fá sem allra mest út úr því þarf maður að vera með rétta tölvubúnaðinn, það stendur allt um þetta á digidesign.com. Í fyrsta lagi átta flestir sig ekki á því hversu miklar kröfur þetta forrit setur á tölvuna, maður þarf að vera með frekar góða tölvu til að geta keyrt pro tools vel, í öðru lagi þá þótt tölvan sé góð virkar ekki endilega allt hardware sem er í henni rétt með pro tools, aftur, digidesign.com. Ég vona þín vegna að tölvan sé ekki vandamálið en í sumum tilvikum þarf fólk að kaupa sér nýjar tölvur bara til að geta keyrt það sem þeir eru búinir að kaupa fyrir helling af pening.
Sá fyrsti sem svaraði þér einfaldlega “digidesign.com” var ekki að hæðast maður verður að lesa sig til um það hvernig er hægt að gera þetta á sem bestann hátt, pro tools er það forrit sem þú munnt finna í flestum stúdíóum í heiminum í dag svo lengi sem þau nota digital daw svo þetta er ekkert slor, annað sem þú þarft að hafa í huga er hversu mikið pláss hljóðfælar taka, eitt fullbúið lag getur auðveldlega náð 1gb og tölvan þín er að breyta alvöru hljóðbylgjum í wav fæla og til að detta ekki afturúr þarf heilmikið tölvuafl.